Bleik 995 á Gautsstöðum rýfur 100 þús. kg múrinn
11.01.2023
|
Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana. Nú hafa þau tíðindi orðið að önnur kýr náði að rjúfa 100 þús. kg múrinn og er þar með ein fárra íslenskra kúa til að gera slíkt. Hér er um að ræða Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð en hún hafði nú um áramótin mjólkað 100.097 kg mjólkur. Við mælingu 31. desember s.l. var Bleik í 19,9 kg dagsnyt þannig að hún hefur að öllum líkindum mjólkað sínu 100 þúsundasta kg mjólkur á þriðja í jólum eða þar um bil.
Lesa meira