Niðurstöður jarðvegssýna
12.04.2022
|
Nú hefur samantekt um niðurstöður jarðvegssýna verið uppfærð og sýnaniðurstöðum ársins 2021 bætt við. Hægt er að sjá samantektina í viðhangandi skjali neðst á síðunni. Gagnasafnið er nú komið í 2190 sýni sem öll eru tekin með 10 cm sýnatökudýpt. Þó er gagnasafnið fyrir sýrustigsmælingar stærra þar sem einstaka bændur óska eingöngu eftir mælingu á sýrustigi.
Lesa meira