Betra er að skrá jarðræktarskýrsluhaldið fyrr en seinna
31.08.2022
|
Eins og undanfarin ár þá aðstoða starfsmenn RML bændur við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og lagfæringu á túnkortum í Jörð.is. Svigrúm í tíma fyrir skráningar er þó mun minna þetta árið heldur en vant er. Stjórnvöld hafa gefið það út að greitt verði álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur og að greiðslum verði ráðstafað til bænda sem fyrst. Álagsgreiðslurnar eiga að taka mið af þeim umsóknum sem verða komnar inn 3. október og lítið svigrúm verður þar af leiðandi fyrir RML til að skrá inn gögn sem koma síðustu dagana fyrir umsóknarfrest.
Lesa meira