Angus-kálfarnir á Stóra-Ármóti dafna vel
25.03.2019
Aberdeen Angus kálfarnir hjá NautÍs í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti eru rólegir og dafna vel en þeir eru vigtaðir á tveggja vikna fresti. Þeir Draumur, Vísir og Týr voru þyngstir þegar vigtað var þann 21. mars s.l. Draumur er orðinn 374 kg og hefur því verið að þyngjast um 1.742 gr á dag til jafnaðar frá fæðingu. Vísir er 360 kg en hann hefur verið að þyngjast um 1.576 gr og Týr er 343 kg og hefur því þyngst um 1.508 gr á dag.
Lesa meira