Fréttir

Örmerkinganámskeið á Austur- og Vesturlandi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í janúar. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hjá Matvælastofnun, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á tveimur stöðum verði þátttaka nægjanleg: Egilsstaðir, fimmtudagur 17. janúar. Hvanneyri, fimmtudagur 31. janúar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nóvember 2018

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember hafa verið birtar á vef okkar. Ákveðnar breytingar voru gerðar nýlega og má vísa aftur til þess hér að Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt kynnti þær í grein á bls. 45 í Bændablaðinu þ. 1. nóvember sl. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lesturinn að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var um sl. miðnætti. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 534 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 105 búa þar sem eingöngu var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fól Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að leggja mat á helstu þætti í starfsemi fimm búa sem hafa í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda og einnig hver væri kolefnisbinding á viðkomandi búum. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í skýrslu sem finna má í tengli hér að neðan. Verkefnið er liður í Sóknaráætlun í loftslagsmálum 2016-2018.
Lesa meira