Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum 23.-28. júlí - Hollaröðun
15.07.2017
Mikil og góð skráning var á Miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum en skráningu lauk föstudaginn 14. júlí um leið og sýningin varð fullskipuð.
Nauðsynlegt er að hefja dóma degi fyrr en áður var áætlað eða sunnu-daginn 23. júlí. Tvær dómnefndir verða að störfum og dæmt frá sunnudegi 23. júlí til miðvikudags 26. júlí (áætlað um 60 hross á dag). Yfirlitssýningar verða svo fimmtudag og föstudag, 27.-28. júlí.
Dagskrá vinnudaganna og skipulag holla má skoða í meðfylgjandi skjölum auk knapalista þar sem tímar einstakra knapa eru settir upp í stafrófsröð.
Lesa meira