Fréttir

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum 23.-28. júlí - Hollaröðun

Mikil og góð skráning var á Miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum en skráningu lauk föstudaginn 14. júlí um leið og sýningin varð fullskipuð. Nauðsynlegt er að hefja dóma degi fyrr en áður var áætlað eða sunnu-daginn 23. júlí. Tvær dómnefndir verða að störfum og dæmt frá sunnudegi 23. júlí til miðvikudags 26. júlí (áætlað um 60 hross á dag). Yfirlitssýningar verða svo fimmtudag og föstudag, 27.-28. júlí. Dagskrá vinnudaganna og skipulag holla má skoða í meðfylgjandi skjölum auk knapalista þar sem tímar einstakra knapa eru settir upp í stafrófsröð.
Lesa meira

Breytingar á vaxtakjörum – lækkun vaxta á óverðtryggðum lánum

Síðustu misseri hefur orðið svolítil lækkun á vaxtatöflum viðskiptabanka og fjármálafyrirtækja. Eingöngu er um að ræða breytingar á óverðtryggðum lánum og er ástæðan fyrst og fremst lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans síðustu misseri. Nánar má sjá lægstu vexti einstakra lánaflokka eftir einstökum fjármálafyrirtækjum sem bændur hafa viðskipti við hér í töflunni sem fylgir. Miðað er við útgefnar vaxtatöflur frá 1. júlí sl. hjá helstu fjármálafyrirtækjunum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. júlí, höfðu skýrslur borist frá 551 búi. Reiknuð meðalnyt 25.162 árskúa á þessum búum, var 6.091 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Sumarleyfi og símsvörun hjá RML

Í júlí eru margir af starfsmönnum RML í sumarfríi og því víða stopul viðvera á starfsstöðvum. Símsvörun er opin eins og venjulega. Hægt er að ná sambandi við þjónusturáðunauta í síma 516-5000 milli kl. 8.00-12.00 og 12.30 – 16.00 alla virka daga. Þá má senda tölvupóst á netfangið okkar rml@rml.is og fyrir bókhald á bokhald@rml.is
Lesa meira

Lífræn ræktun - Breyting í ráðgjöf hjá RML

Lena Reiher ráðunautur RML sem sinnt hefur m.a. ráðgjöf í lífrænni ræktun ákvað í byrjun árs að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar.
Lesa meira

Yfirlitssýning stóðhesta á FM 2017

Yfirlitssýning stóðhesta á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi fer fram á morgun, laugardaginn 1. júlí, og hefst kl. 10:00. Sýningarröð verður hefðbundin og með þeim hætti að byrjað verður á 4 vetra stóðhestum og áfram þar til endað verður á stóðhestum 7 vetra og eldri.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahryssna á FM 2017

Yfirlitssýning kynbótahryssna á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi fer fram á morgun, föstudaginn 30. júní, og hefst kl. 13:00. Sýningarröð verður hefðbundin og með þeim hætti að byrjað verður á 4 vetra hryssum og áfram þar til endað verður á hryssum 7 vetra og eldri.
Lesa meira

Rásröð kynbótahrossa á FM 2017

Rásröð kynbótahrossa í dómum á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi, dagana 28. júní til 29. júní 2017, er komin á síðuna hjá okkur. Dómar hefjast miðvikudaginn 28. júní kl. 10.30 með dómum fjögurra vetra hryssna og verður framhaldið þar til áætlað er að dómum sjö vetra og eldri hryssna ljúki um kl. 19.00 sama dag.
Lesa meira

Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira

Opnað fyrir skráningar á miðsumarssýningar

Þá er kynbótasýningum vorsins lokið. Sýnd voru 716 hross á átta sýningum og fengum við að sjá heimsmet falla. Í gær þann 19. júní var opnað á skráningar á miðsumarssýningar. Sýningarnar verða tvær að þessu sinni, ef næg þátttaka næst, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudagurinn 14. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira