Fréttir

Fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi í dreifingu

Nú eru fjögur ungnaut fædd 2016 að koma til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Um er að ræða Glám 16010 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Toppi 07046 og Bleik 840 Áradóttur 04043, Jarfa 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð undan Bamba 08049 og Völku 743 Stílsdóttur 04041, Búra 16017 frá Hvanneyri í Andakíl undan Bláma 07058 og Snúru 1569 Úranusdóttur 10081 og Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal undan Keipi 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003. Þetta eru fyrstu synir Bláma 07058 og Keips 07054 sem koma til dreifingar.
Lesa meira

Skýrsluhald í jarðrækt er nú forsenda jarðræktarstyrkja og landgreiðslna

Athygli er vakin á því að í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins eru ákvæði um jarðræktarstyrki og landgreiðslur sem hafa ekki áður verið til staðar í samningum milli ríkis og bænda. Forsendan fyrir því að hljóta slíka styrki eru meðal annars skil á skýrsluhaldi í jarðrækt í forritinu Jörð.is.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 25. ágúst

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Brávöllum á Selfossi verður föstudaginn 25. ágúst og hefst kl. 9.00 með sýningu 7 vetra og eldri hryssna sem sýndar verða í 11 hollum. Að lokinni sýningu þeirra verða sýndar 6 vetra hryssur og að lokinni sýningu 5 holla eða samtals 16 verður tekið klukkutíma hádegishlé. Að hádegishléi afstöðnu verður sýning 6 vetra hryssna kláruð og næstar í röð verða svo 5 vetra hryssur og þá 4 vetra.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Dalvík 25.ágúst

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Dalvík 25. ágúst. Sýningin hefst kl. 09:00
Lesa meira

Jarðvegssýnataka haustið 2017

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vill minna bændur á að huga að jarðvegssýnatöku í haust. Efnagreiningar á jarðvegi ræktarlands gefa mikilvægar upplýsingar sem bændur geta notað til að byggja áburðargjöf á. Þær segja til um næringarástandið, hvort það sé skortur eða hvort hægt sé að draga úr áburðargjöf ákveðinna efna. Einnig fást upplýsingar um sýrustig jarðvegs og hvort huga þurfi að kölkun. Niðurstöður jarðvegssýna frá haustinu 2016 benda til þess að algengt sé að sýrustig túna sé lægra en þau viðmiðunargildi sem æskileg þykja í jarðrækt.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirliti á síðsumarssýningu í Borgarnesi 24. ágúst

Yfirlitissýningin hefst kl 9:00 gert er ráð fyrir 11 hollum og 27 hrossum á yfirlitinu. Ekki verður tekið hlé en tekið tilliti til þess að í síðustu hollum eru sömu knapar með mörg hross.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Dalvík - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa Hringsholti við Dalvík - hollaröðun
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Borgarnesi - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi dagana 23. og 24. ágúst n.k. Hér má sjá hollaröðun.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi 22.-24. ágúst

Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 22. til 25. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. ágúst og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 102 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á síðsumarssýningar á Selfossi, í Borgarnesi og á Dalvík hefur verið framlengdur til miðnættis mánudaginn 14. ágúst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira