Fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi í dreifingu
29.08.2017
Nú eru fjögur ungnaut fædd 2016 að koma til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Um er að ræða Glám 16010 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Toppi 07046 og Bleik 840 Áradóttur 04043, Jarfa 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð undan Bamba 08049 og Völku 743 Stílsdóttur 04041, Búra 16017 frá Hvanneyri í Andakíl undan Bláma 07058 og Snúru 1569 Úranusdóttur 10081 og Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal undan Keipi 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003. Þetta eru fyrstu synir Bláma 07058 og Keips 07054 sem koma til dreifingar.
Lesa meira