Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar skilar tillögum sínum
12.11.2013
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað frá sér tillögum sínum en þær taka til allra helstu þátta ríkisrekstrarins og allra stærri þjónustu- og stjórnsýslukerfa ríkisins. Hagræðingarhópurinn hefur ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur á kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi. Í hagræðingarhópnum, sem skipaður var í byrjun júlí 2013, eru Ásmundur Einar Daðason, alþm., sem er formaður hópsins, Guðlaugur Þór Þórðarson, alþm., Vigdís Hauksdóttir, alþm. og Unnur Brá Konráðsdóttir, alþm. Með hópnum hafa starfað sérfræðingar úr forsætis- og fjármálaráðuneyti.
Helstu tillögur hópsins sem snerta landbúnaðarmál má sjá hér á eftir:
Lesa meira