Fréttir

Fjárvís.is - hjálparkorn

Átt þú í vandræðum með að slá dóma inn í Fjárvís? Ef svo er skaltu kíkja á meðfylgjandi texta. Einnig er rétt að impra á því að innlestur sláturupplýsinga frá sláturhúsum er rafrænn í gegnum Fjárvís. Þannig má spara mikinn tíma við vinnu á haustbók. Smellið á "Lesa meira".
Lesa meira

Hrútaþukl í fréttum Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti sjá tvo af ráðunautum RML við vinnu sína. Það voru þær Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir en þær hafa undanfarið verið í lambamælingum eins og stór hluti ráðunauta RML. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fréttina.
Lesa meira

Fræðsla um sauðfjárbúskap fyrir sunnlenska og skagfirska sauðfjárbændur

Fyrir fáeinum árum settu starfsmenn Búnaðarsambands Austurlands af stað fundaröð sérsniðna fyrir sauðfjárbændur og gekk hún undir nafninu „Sauðfjárskólinn“. Sambærileg fræðsla var síðan boðin sauðfjárbændum í Strandasýslu, Húnavatnssýslum, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og stóðu viðkomandi búnaðarsambönd fyrir þessum fundum þar.
Lesa meira

Unnsteinn S. Snorrason kominn til starfa

Unnsteinn Snorri Snorrason hefur hafið störf hjá RML en hann hefur dvalið í Svíþjóð síðastliðin 2 ár og starfað þar við vöruþróun og markaðsstjórnun hjá DeLaval. Unnsteinn mun starfa við ráðgjöf tengda bútækni og aðbúnaði.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í hrossarækt fyrir árið 2013

Vakin er athygli á því að nýtt kynbótamat í hrossarækt fyrir árið 2013 hefur verið reiknað og eru niðurstöðurnar komnar í WorldFeng.
Lesa meira

Uppskeruskráning í Jörð.is

Nú þegar slætti er endanlega lokið er upplagt að skrá uppskeru sumarsins í Jörð.is. Skráningin býður einnig upp á útprentun á gæðastýringareyðublöðum sauðfjárræktarinnar. Þar að auki geta þeir sem skila forðagæsluskýrslu rafrænt nú í haust fært uppskerugögn úr Jörð.is yfir í hana með einföldum hætti.
Lesa meira

Ræktunarmaður/menn ársins 2013

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarárangur. Valið stóð að þessu sinni milli 41 ræktunarbús sem staðist hafði lágmarksskilyrði sem höfð hafa verið til viðmiðunar.
Lesa meira

Tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk

Við minnum á að næsti markaður með greiðslumark í mjólk fer fram þann 1. nóvember n.k. Tilboðum um kaup eða sölu skal skila til Matvælastofnunar í síðasta lagi þann 25. október n.k.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í september 2013

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í september hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Við uppgjörið hafði verið skilað skýrslum frá 92% af þeim 584 búum sem eru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.914,3 árskúa var 5.631 kg sem er 1 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 39,0.
Lesa meira

Ingvar Björnsson kominn til starfa á ný

Ingvar Björnsson ráðunautur RML hefur nú hafið störf á ný eftir fæðingarorlof. Hann hefur starfað á Akureyri hingað til en mun nú breyta um starfsstöð þar sem hann hefur flust búferlum ásamt fjölskyldu sinni að Hólabaki í Húnavatnssýslu.
Lesa meira