Fréttir

Breyting á ásetningshlutfalli 2014

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2014 skuli fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár vera að lágmarki 0,65 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2014.
Lesa meira

Skráning lambadóma í fjárvís.is

Þessa dagana er vinna við lambadóma í fullum gangi. Til að hægt sé að gera upp niðurstöður einstakra búa og safna saman upplýsingum um afkvæmi sæðingastöðvahrúta er nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar inn i skýrsluhaldið. Bændur eru hvattir til að skrá dómana sjálfir inn í fjárvís.is og er miðað við að dómaskráningunni ljúki viku eftir að mælingarnar eru gerðar.
Lesa meira

Fóðurblandan lækkar verð á kjarnfóðri

Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verð fóðurs hjá fyrirtækinu lækki í dag, 2. október 2013, vegna lækkunar á hráefnum erlendis frá. Jafnframt kemur fram að lækkunin verði mismikil eftir tegundum. Hins vegar kemur ekki fram hve mikil lækkunin er og fyrirtækið hefur ekki birt uppfærðan verðlista á heimasíðu sinni.
Lesa meira

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 5%

Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri frá og með 1. október að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinganna er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna góðrar uppskeru í Evrópu, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Lesa meira

Aðbúnaður á minkabúum

Ákveðið hefur verið að frumkvæði Samtaka loðdýrabænda á Íslandi og í samstarfi við RML að fara í aðbúnaðarverkefni með starfandi minkabændum. Markmið verkefnisins er að kanna aðbúnað á minkabúum og starfsvenjur minkabænda ásamt því að fá mat erlendra aðila á stöðunni eins og hún er nú.
Lesa meira

Öll mjólk keypt á fullu afurðastöðvarverði til áramóta

Fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að öll mjólk verði keypt á fullu afurðastöðvaverði fram til áramóta. Að því er fram kemur í tilkynningunni hefur orðið veruleg söluaukning á smjöri, rjóma, ostum, drykkjarmjólk og fleiri afurðum. Mjólkursamsalan býst við að þessi þróun haldi áfram næstu vikur og fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa því ákveðið að kaupa alla framleiðslu bænda fullu afurðastöðvaverði frá októberbyrjun til áramóta. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa einnig lagt til að greiðslumark næsta árs, sem er samanlagður framleiðsluréttur bænda fyrir innanlandsmarkað, verði aukið úr 116 milljónum lítra í 123 milljónir lítra.
Lesa meira

Um gæðastýringuna í mjólkurframleiðslunni

Um síðustu áramót var reglum um greiðslur gæðastýringarálags breytt þannig að nú þarf að skila sýnum úr mjólk kúnna hið minnsta tvisvar á hverjum ársfjórðungi til Rannsóknarstofu SAM ef ætlunin er að halda eða öðlast rétt til að fá greitt gæðastýringarálag.
Lesa meira

Lagt til að greiðslumark mjólkur verði aukið um 7 milljónir lítra

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa gert um það tillögu til landbúnaðarráðherra að greiðslumark 2014 verði 123 milljónir lítra sem er aukning um 7 milljónir lítra frá greiðslumarki þessa árs. Gert er ráð fyrir að á tveggja ára tímabili frá 2012–2014 verði um 7,7 milljóna lítra aukning í mjólkursölu innanlands. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé einsdæmi. Söluaukninguna má einkum rekja til fitumeiri afurða.
Lesa meira

Fóðurráðunautar í Noregi

Dagana 17.-19. september tóku ráðunautar RML sem vinna við fóðuráætlanagerð, þátt í vinnufundi í Noregi. Árlega heldur NorFor vinnufund þar sem ráðunautum frá aðildarlöndunum, sem eru Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland, er boðið að taka þátt. Hluti fundarins fer fram með fyrirlestrum um faglegt efni, nýjungar og breytingar. Hinn helmingur tímans fer í umræður og hagnýta vinnu.
Lesa meira

Nýir sæðingastöðvahrútar

Fyrir nokkru síðan er búið að safna í einangrunargirðingar sæðingastöðvanna þeim hrútum sem koma nýir inn á sæðingastöð á grunni reynslu á heimabúi. Að loknum afkvæmarannsóknum í haust bætast svo nokkrir hrútar við. Af þeim hrútum sem voru í hrútaskrá síðasta árs eru 16 hrútar fallnir.
Lesa meira