Fréttir

DNA-stroksýni

Pétur Halldórsson, ráðunautur hjá RML, verður á ferðinni í hesthúsahverfum á höfuborgarsvæðinu seinnipart föstudagsins 17. jan. og laugardaginn 18. jan. næstkomandi, við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Pétur: 862-9322 eða petur@rml.is.
Lesa meira

Guðný Harðardóttir komin til starfa

Guðný Harðardóttir ráðunautur RML hefur nú hafið störf eftir fæðingarorlof. Guðný verður með starfsstöð á Egilsstöðum og verður hún í 70% starfshlutfalli. Guðný mun starfa í faghópi ráðunauta og sinna almennum ráðunautastörfum. Viðvera Guðnýjar á skrifstofunni verður alla virka daga frá klukkan 09.00 – 14.00.
Lesa meira

Yfirlýsing

Vegna greinar sem birtist á vefmiðlinum Hestafréttum þann 5. janúar síðastliðinn og ber titillinn „algjör óvissa um framtíð hrossaræktarráðunauts“. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hóf starfsemi sína um áramótin 2012-2013. Fyrirtækið er ehf. en að fullu í eigu Bændasamtaka íslands (BÍ) og sér meðal annars um ráðgjöf í hrossarækt, skýrsluhald og framkvæmd kynbótadóma í umboði BÍ.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur aukið um 2 milljónir lítra til viðbótar

Greiðslumark mjólkur fyrir yfirstandandi ár (2014) var í lok síðasta árs aukið upp í 125 milljónir lítra að tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Í seinni hluta nóvember ákvað ráðherra að greiðslumark ársins 2014 yrði 123 milljónir lítra en nú hefur greiðslumarkið verið aukið enn frekar. Breytingin er gerð í ljósi mikillar söluaukningar síðustu mánuði, einkum á fituríkari mjólkurvörum. Að sama skapi er birgðastaða lakari en verið hefur á sama tíma undanfarin ár.
Lesa meira

Ný nautaskrá aðgengileg á vefnum

Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013-2014 er nú aðgengileg á vefnum. Hún fer í prentun um áramótin og verður send til kúabænda snemma á nýju ári. Í skránni er að finna allar helstu upplýsingar um þau kynbótanaut sem verða í notkun næstu mánuði. Hún er því mikilvægt uppsláttarrit fyrir þá sem kynbæta vilja kúastofninn, hvort sem er á heimabúi eða á landsvísu.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2013-2014

Á laugardaginn lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út um 44.000 sæðisskammtar í þessum desembermánuði. Sé nýting svipuð og undanfarin ár ættu um 31.000 ær að hafa verið sæddar. Það eru heldur færri ær en á síðasta ári sem var metár frá því sauðfjársæðingar hófust hér á landi en þetta eru um 8% af fullorðnum ám í landinu.
Lesa meira

Skeljasandur og kölkun

Nú er ljóst að Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi er hætt að framleiða sement. Verksmiðjunni mun væntanlega verða lokað í vor og þar með verður skeljasandsþrónni á Akranesi skilað til bæjarins fyrir vorið. Því liggur fyrir að ekki verður hægt að fá skeljasand á Akranesi lengur.
Lesa meira

Hæst stiguðu lambhrútar og hæstu búsmeðaltöl fyrir bakvöðvaþykkt gimbra 2013

Í ár voru skoðaðir rúmlega 15 þúsund lambhrútar á öllu landinu samkvæmt skráðum dómum í Fjárvís.is. Í töflu 1 er samanburður á meðaltölum milli áranna 2013 og 2012. Líkt og þar kemur fram voru lömbin léttari og holdminni í ár en samt ber að hafa í huga að árið 2012 var metár í vænleika.
Lesa meira

Fréttir af Fjárvís

Upp á síðkastið hefur borið á ýmsum vandræðum í skýrsluhaldsforritinu Fjárvís en þau koma til af nokkrum ástæðum. Sú helsta var netárás tölvuhakkara sem miðaði að því hægja á kerfinu. Meðal annars orsökuðu þessi vandræði að illa gekk að skrá sæðingar á ám og einnig að mikið var um villuboð í kerfinu. Reynt hefur verið laga þetta og vonandi virkar kerfið ágætlega núna hjá flestum aðilum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2013

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2013 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. desember var búið að skila skýrslum nóvembermánaðar frá 91% hinna 584 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.781,8 árskúa var 5.649 kg síðastliðna 12 mánuði sem er 3 kg meira en við lok október.
Lesa meira