Færeyingar í fræðsluferð
20.09.2013
Í vikunni voru nokkrir Færeyingar í heimsókn hér á landi til að kynna sér sauðfjárrækt og framkvæmd kynbótastarfsins í sauðfjárræktinni hér á landi. Nokkrir þeirra fóru og smöluðu Oddstaðaafrétt með Lunddælingum á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn fóru þeir ásamt Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, sauðfjárræktarráðunaut að Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit þar sem þeir fylgdust með lambamælingum ásamt því að farið var yfir með þeim hvað er verið að gera með dómum og mælingum á lömbum að hausti á Íslandi.
Lesa meira