Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki rennur út 10. september
06.09.2013
Vert er að vekja athygli bænda á því að umsóknarfrestur til að sækja um jarðræktarstyrki rennur út 10. september eins og auglýst hefur verið í Bændablaðinu og á bondi.is. Hægt er að sækja um á eyðublaði og einnig er hægt að sækja um rafrænt á Bændatorginu. Sjá nánari upplýsingar um styrkina hér á bondi.is. Starfsmenn RML munu að sjálfsögðu aðstoða þá sem þess óska við umsóknir. Síminn okkar er 516-5000.
Lesa meira