Umsóknir um styrki vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt
30.10.2013
Afkvæmarannsóknir á hrútum, með tilliti til kjötgæða hafa verið stundaðar meðal bænda með góðum árangri í áraraðir. Styrkur til slíkra rannsókna er veittur af fagfé sauðfjársamningsins og gilda sömu reglur í haust og síðustu ár. Skilyrðið er að á búinu séu 8 hrútar að lágmarki í samanburði þar sem hver hrútur á 8 ómmæld afkvæmi af sama kyni og 15 lömb með sláturupplýsingar. Styrkurinn er 10.000 kr. og verður hann greiddur beint til bænda. Líkt og fjallað var um í Bændablaðinu fyrr í haust þá þurfa bændur að senda staðfestingu í tölvupósti á ee@rml.is um að uppgjöri í Fjárvís sé lokið. Miðað var við 31. október en ákveðið hefur verið að framlengja þann frest til 15. nóvember nk.
Lesa meira