Sauðfjárbændur á tánum vegna slæmrar veðurspár
26.08.2013
Veðurstofan spáir norðanhríð með slyddu eða snjókomu í 150-250 metra hæð yfir sjávarmáli á föstudag og vindhraða allt að 15-23 m/s. Á laugardagsmorgun er svo von á norðvestan 18-25 m/s á Norður- og Austurlandi og mikilli rigningu neðan við 100-200 metrum yfir sjávarmáli, en annars slyddu eða snjókomu. Bændur norðanlands eru á tánum af þessum sökum og víða er fundað í kvöld vegna þessa enda óveðrið í september í fyrra mönnum í fersku minni. Þá drápust um 3.500 kindur í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði. Svo gæti því farið að göngur hefjist víða strax á morgun eða 2-3 vikum fyrr en ætlað var.
Lesa meira