Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki
09.08.2013
Á vef Bændasamtaka Íslands hefur verið auglýst að opnað hafi verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki á Bændatorginu. Umsækjandi þarf að vera skráður fyrir búnaðargjaldsskyldri framleiðslu til að hljóta styrk. Sækja þarf um fyrir 10. september 2013. Á heimasíðu BÍ má einnig finna eyðublað til að sækja um á pappírsformi fyrir þá sem það kjósa sem og reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða en þar er kveðið á um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði.
Lesa meira