Reglugerð um greiðslumark mjólkur 2014
29.11.2013
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2014. Samkvæmt henni er greiðslumark mjólkur 123 milljónir lítra, sem er sjö milljón lítra aukning frá yfirstandandi verðlagsári. Frá því að framleiðslustýring var tekin upp hér á landi fyrir um þremur áratugum, hefur mjólkurkvótinn aldrei verið meiri. Rétt er að taka fram að aukning greiðslumarksins hefur ekki áhrif á stuðning hins opinbera við mjólkurframleiðsluna.
Lesa meira