Alltaf hægt að leita ráða
12.09.2013
Nú er hægt að panta ráðgjöf frá ráðunautum RML í gegnum heimasíðuna. Neðst til hægri á forsíðunni er kominn hnappurinn Panta ráðgjöf og sé smellt á hann kemur upp einfalt eyðublað til að fylla út. Þegar eyðublaðið hefur verið fyllt út og sent fer það til viðkomandi ráðunautar sem hefur í framhaldinu samband við þann sem pantar ráðgjöfina. Þetta getur til dæmis nýst þeim vel sem vilja koma á framfæri fyrirspurnum utan hefðbundins skrifstofutíma.
Lesa meira