Lýsa 264 í Villingadal bar fjórum kálfum
03.09.2013
Laust fyrir miðnætti þann 29. ágúst s.l. bar kýrin Lýsa 264 í Villingadal í Eyjafjarðarsveit tveimur kálfum. Það er reyndar ekki í frásögur færandi þótt kýr sé tvíkelfd, en snemma morguninn eftir komu aðrir tveir kálfar úr kúnni. Því miður voru allir kálfarnir dauðir, en fullskapaðir.
Lesa meira