Fréttir

350 milljónir til bænda á kalsvæðum

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um 350 milljóna króna stuðning við bændur á þeim svæðum sem urðu illa úti vegna kals og snjóþyngsla.
Lesa meira

Ábending vegna gæðastýringarinnar í mjólkurframleiðslunni

Um síðustu áramót var reglum um greiðslur gæðastýringarálags breytt þannig að nú þarf að skila sýnum úr mjólk kúnna hið minnsta tvisvar á hverjum ársfjórðungi til Rannsóknarstofu SAM ef ætlunin er að halda eða öðlast rétt til að fá greitt gæðastýringarálag.
Lesa meira

Skráning vorbóka í sauðfjárrækt og uppfærsla kynbótamats

Við stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. (RML) um síðustu áramót varð sú breyting að skráning á öllum skýrsluhaldsgögnum fluttist frá Bændasamtökunum til RML. Í kjölfar þessa hefur verið ákveðið að gera nokkrar breytingar á vinnuferlum varðandi skráningar fjárbóka og vinnslu kynbótamats.
Lesa meira

Kynbótahross á fjórðungsmót

Ákveðið hefur verið að breyta lágmörkum einkunna til þátttöku einstaklingssýndra kynbótahrossa á fjórðungsmótum sumarið 2013. Lágmörkin verða því eftirfarandi:
Lesa meira

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 14. júní

Seinni yfirlitssýning héraðssýningar fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 14. júní og hefst stundvíslega kl. 8:30. Áætluð lok sýningarinnar eru um kl. 18:00.
Lesa meira

Yfirlit á Miðfossum 14. júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Miðfossum föstudaginn 14. júní og hefst klukkan 8:30.
Lesa meira

Umræða um kaltjón fór fram á Alþingi í morgun

Sérstök umræða um kaltjón og ótíð á Norður- og Austurlandi fór fram á Alþingi í morgun. Að sögn Sigurðar I. Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætlar ríkisstjórnin að veita bændum sem hafa orðið fyrir tjóni stuðning, en hann segir að búa þurfi til reglur til að vinna eftir og að bíða þurfi og sjá hversu mikið tjónið sé.
Lesa meira

Kadmíum yfir leyfilegum mörkum í áburði frá Skeljungi

Þann 11. júní síðastliðinn bárust Matvælastofnun niðurstöður efnagreininga á áburði sem Skeljungur hf. flutti inn í vor. Samkvæmt niðurstöðunum er kadmíummagnið í flestum þeim tegundum áburðarins, sem inniheldur fosfór, yfir 50 mg/kg fosfórs, sem eru efri leyfileg mörk, skv. reglugerð 630/2007. Hæsta gildið var 111 mg kadmíum í kg fosfórs. Niðurstöður efnagreininganna voru tilkynntar Skeljungi samdægurs og með hliðsjón af þeim hefur Matvælastofnun afskráð þessar áburðartegundir og bannað frekari sölu og dreifingu þeirra til notenda. Stofnunin hefur gert þá kröfu að Skeljungur hf. upplýsi kaupendur nú þegar um málið og að þeir geti skilað áburðinum sé hann enn til staðar.
Lesa meira

Meira en 5000 hektarar skemmdir vegna kals

Eins og áður hefur komið fram er kaltjón á Norður- og Austurlandi verulegt. Ráðunautar RML hafa nú heimsótt flesta þá bændur sem þess hafa óskað og veitt þeim viðeigandi ráðgjöf. Í þessum ferðum hafa mjög margir bændur verið heimsóttir og því hafa ráðunautar RML ágæta yfirsýn yfir stöðuna eftir sveitum.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira