Fóðurblandan lækkar verð á kjarnfóðri
02.10.2013
Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verð fóðurs hjá fyrirtækinu lækki í dag, 2. október 2013, vegna lækkunar á hráefnum erlendis frá. Jafnframt kemur fram að lækkunin verði mismikil eftir tegundum. Hins vegar kemur ekki fram hve mikil lækkunin er og fyrirtækið hefur ekki birt uppfærðan verðlista á heimasíðu sinni.
Lesa meira