Fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Hellu 3.-14. júní

Kynbótasýning hrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu hefst mánudaginn 3. júní kl. 07:50 með mælingum. Dómar hefjast kl. 08:00. Sama tímasetning á við um alla dagana. Við biðjum knapa og umráðamenn hrossa að virða tímasetningar og mæta stundvíslega. Þannig gengur sýningin best fyrir sig og dýrmætur tími sparast.
Lesa meira

23.-26. júní: Hlutverk graslendis í grænni framtíð - Ráðstefna á Akureyri

„Hlutverk graslendis í grænni framtíð“ er yfirskrift ráðstefnu í Hofi á Akureyri 23. - 26. júní 2013. Ráðstefnan er á vegum samtaka Evrópskra graslendisfræðinga (EGF) sem halda slíkar ráðstefnur víða um Evrópu annað hvert ár. Markmið þeirra er að ná saman helstu graslendisfræðingum og ungum vísindamönnum í Evrópu og víðar til að miðla þekkingu, kynnast löndum og mynda tengsl milli landa og kynslóða.
Lesa meira

Kynbótasýning á Miðfossum 10. - 14. júní

Kynbótasýning fer fram á Miðfossum í Borgarfirði dagana 10. til 14. júní næstkomandi. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er sunnudagurinn 2. júní.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Stekkhólma 30. - 31. maí

Kynbótasýning hrossa á Stekkhólma verður fimmtudaginn 30. maí og hefjast dómar kl. 9:30. Yfirlitssýning fer fram föstudaginn 31. maí og hefst kl. 10:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sauðárkróki 27. - 31. maí

Dómar hefjast mánudaginn 27. maí kl 09:00. Byrjað verður að mæla kl 08:50. Aðra daga hefst sýningin með mælingum kl 07:50 og dómum kl 08:00. Yfirlitssýning fer fram föstudaginn 31. maí og hefst kl 09:00. Vinsamlegast mætið stundvíslega.
Lesa meira

Yfirlit á Hvammstanga 24. maí

Yfirlit á kynbótasýningu á Hvammstanga fer fram föstudaginn 24. maí og hefst kl. 9:30.
Lesa meira

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Fyrirhugað er að halda a.m.k. þrjú námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt um miðjan júní á Stóra Ármóti, Hvanneyri og á Akureyri. Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00.
Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson er nýr ráðherra landbúnaðarmála

Sigurður Ingi Jóhannsson er nýr ráðherra landbúnaðar-, sjávarútvegs- og umhverfismála í nýrri ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem tekur við í dag. Sigurður Ingi er mörgum bændum að góðu kunnur en hann starfaði áður sem dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og var þar áður héraðsdýralæknir í uppsveitum Árnessýslu.
Lesa meira

Yfirlit á Sörlastöðum

Yfirlit fer fram á Sörlastöðum fimmtudaginn 23. maí og hefst stundvíslega klukkan 9:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi 27.-31. maí

Kynbótasýning hrossa á Brávöllum á Selfossi hefst mánudaginn 27. maí kl. 07:50 með mælingum, dómar hefjast kl. 08:00. Sama tímasetning á við um 28.-30. maí, mælingar hefjast kl. 7:50 og dómar kl. 8:00. Við biðjum knapa og umráðamenn hrossa að virða tímasetningar og mæta stundvíslega. Þannig gengur sýningin best fyrir sig og dýrmætur tími sparast. Yfirlitssýning verður föstudaginn 31. maí og verður auglýst þegar nær dregur. Hér að neðan er hægt að sjá röðun hrossa:
Lesa meira