Fréttir

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 14. júní

Seinni yfirlitssýning héraðssýningar fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 14. júní og hefst stundvíslega kl. 8:30. Áætluð lok sýningarinnar eru um kl. 18:00.
Lesa meira

Yfirlit á Miðfossum 14. júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Miðfossum föstudaginn 14. júní og hefst klukkan 8:30.
Lesa meira

Umræða um kaltjón fór fram á Alþingi í morgun

Sérstök umræða um kaltjón og ótíð á Norður- og Austurlandi fór fram á Alþingi í morgun. Að sögn Sigurðar I. Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætlar ríkisstjórnin að veita bændum sem hafa orðið fyrir tjóni stuðning, en hann segir að búa þurfi til reglur til að vinna eftir og að bíða þurfi og sjá hversu mikið tjónið sé.
Lesa meira

Kadmíum yfir leyfilegum mörkum í áburði frá Skeljungi

Þann 11. júní síðastliðinn bárust Matvælastofnun niðurstöður efnagreininga á áburði sem Skeljungur hf. flutti inn í vor. Samkvæmt niðurstöðunum er kadmíummagnið í flestum þeim tegundum áburðarins, sem inniheldur fosfór, yfir 50 mg/kg fosfórs, sem eru efri leyfileg mörk, skv. reglugerð 630/2007. Hæsta gildið var 111 mg kadmíum í kg fosfórs. Niðurstöður efnagreininganna voru tilkynntar Skeljungi samdægurs og með hliðsjón af þeim hefur Matvælastofnun afskráð þessar áburðartegundir og bannað frekari sölu og dreifingu þeirra til notenda. Stofnunin hefur gert þá kröfu að Skeljungur hf. upplýsi kaupendur nú þegar um málið og að þeir geti skilað áburðinum sé hann enn til staðar.
Lesa meira

Meira en 5000 hektarar skemmdir vegna kals

Eins og áður hefur komið fram er kaltjón á Norður- og Austurlandi verulegt. Ráðunautar RML hafa nú heimsótt flesta þá bændur sem þess hafa óskað og veitt þeim viðeigandi ráðgjöf. Í þessum ferðum hafa mjög margir bændur verið heimsóttir og því hafa ráðunautar RML ágæta yfirsýn yfir stöðuna eftir sveitum.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira

Seinna yfirlit á Gaddstaðaflötum

Seinni yfirlitssýning héraðssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 14. júní og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Kynbótasýning á Miðfossum, tilhögun næstu daga.

Fimmtudagur 13. júní, dómar á ca. 40 hrossum. Föstudagur 14. júní. Yfirlitssýning hefst kl. 8:30 og verður röð flokka eftirfarandi með einhverjum frávikum.
Lesa meira

Kynningarferð hlunnindaráðunautar RML um Vestfirði

Sigríður Ólafsdóttir er nýráðinn hlunnindaráðunautur RML. Dagana 3.-7. júní síðastliðinn fór hún í kynningarferð um Vestfirði í fylgd Sigurðar Jarlssonar ráðunauts. Þau heimsóttu fjölda æðarbænda á svæðinu og kynntu sér starfsemi þeirra. Ferðin var vel heppnuð að mati Sigríðar og Sigurðar og hefur Sigríður nú tekið saman ferðasögu þar sem hægt er að lesa um hvað á daga þeirra dreif.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí 2013

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þær eru reiknaðar út frá þeim skýrslum sem búið var að skila á miðnætti þ. 10. júní. Þá hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 93% þeirra 582 búa sem skráð eru í skýrsluhaldinu. Síðustu 12 mánuði mjólkuðu 21.155,1 árskýr 5.655 kg að meðaltali og hækkaði útreiknuð meðalnyt um 18 kg frá fyrra mánuði. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem skýrslum hafði verið skilað frá var 39,0 en var 39,3 við síðasta yfirlit. Stærstu búin eru í Eyjafirði með 47,2 árskýr en flestar árskýr eru í Árnessýslu, 4.273,1. Mestar reiknaðar afurðir eftir árskú síðustu 12 mánuði voru í Austur-Skaftafellssýslu 6.071 kg.
Lesa meira