Fréttir

Upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012

Nú eru komnar upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012 á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net. Um er að ræða 16 naut á númerabilinu 12001 til og með 12040. Þetta eru synir Ófeigs 02016, Aðals 02039, Áss 02048, Gyllis 03007, Hegra 03014, Mána 03025, Tópasar 03027, Stássa 04024, Stíls 04041 og Ára 04043.
Lesa meira

Lambadómar - samræmingarnámskeið á vegum RML

Nú stendur yfir samræmingarnámskeið RML fyrir þá starfsmenn sem koma til með að starfa við lambamælingar í haust. Á samræmingarnámskeiðinu eru verklagsreglur yfirfarnar og þar rifja reyndir starfsmenn upp verklagið auk þess sem nýir starfsmenn fá góða sýnikennslu og hlusta á umfjöllun um lambadóma og sauðfjárræktina.
Lesa meira

Lýsa 264 í Villingadal bar fjórum kálfum

Laust fyrir miðnætti þann 29. ágúst s.l. bar kýrin Lýsa 264 í Villingadal í Eyjafjarðarsveit tveimur kálfum. Það er reyndar ekki í frásögur færandi þótt kýr sé tvíkelfd, en snemma morguninn eftir komu aðrir tveir kálfar úr kúnni. Því miður voru allir kálfarnir dauðir, en fullskapaðir.
Lesa meira

Málþing um kynbótakerfið í hrossarækt: Hvernig náum við meiri árangri?

Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00–18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Dagskráin samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins en síðan taka við opnar umræður og hópavinna með þátttöku málþingsgesta.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Hrafnhildur Baldursdóttir er komin til baka úr fæðingarorlofi og mun starfa við fóðuráætlanir og önnur verkefni tengd fóðrun. Hrafnhildur hefur aðsetur á skrifstofunni á Austurvegi 1 á Selfossi en ein af stærri skrifstofum RML er staðsett þar. Þar er nú þegar staðsettur nokkur hópur starfsmanna RML sem er boðinn og búinn til ráðgjafar.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur lét af störfum hjá RML nú í síðustu viku. Sigríður hóf störf sem héraðsráðunautur hjá Búgarði ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi árið 2005 þar sem hennar helstu verkefni vörðuðu nautgriparækt og fjármálaráðgjöf. Frá áramótum hefur hún starfað hjá RML sem ráðunautur í rekstrar- og fjármálaráðgjöf.
Lesa meira

Göngum flýtt víða á norðanverðu landinu vegna veðurspár

Víða á norðanverðu landinu hefur verið ákveðið að flýta göngum vegna yfirvofandi illviðris um komandi helgi. Þannig hefur þegar hefur verið tekin ákvörðun um að flýta göngum í allri Suður-Þingeyjarsýslu og Kelduhverfi. Í Húnaþingi vestra fara gangnamenn af stað í dag og reiknað er með að þar verði smalað á morgun og á fimmtudag. Í Austur-Húnavatnssýslu er stefnt á að smala víða á morgun og fimmtudag og sömu sögu er að segja úr Skagafirði og Eyjafirði.
Lesa meira

Haustbækur á leiðinni

Vegna tafa í prentsmiðju hefur prentun á haustbókum ekki gengið samkvæmt áætlun. Bækurnar eru sendar út til bænda um leið og þær koma úr prentun og eru þær að fara í póst þessa dagana. Biðjumst við velvirðingar á þessum töfum en vonumst til að megnið bókunum verði sent út á næstu dögum.
Lesa meira

Sauðfjárbændur á tánum vegna slæmrar veðurspár

Veðurstofan spáir norðanhríð með slyddu eða snjókomu í 150-250 metra hæð yfir sjávarmáli á föstudag og vindhraða allt að 15-23 m/s. Á laugardagsmorgun er svo von á norðvestan 18-25 m/s á Norður- og Austurlandi og mikilli rigningu neðan við 100-200 metrum yfir sjávarmáli, en annars slyddu eða snjókomu. Bændur norðanlands eru á tánum af þessum sökum og víða er fundað í kvöld vegna þessa enda óveðrið í september í fyrra mönnum í fersku minni. Þá drápust um 3.500 kindur í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði. Svo gæti því farið að göngur hefjist víða strax á morgun eða 2-3 vikum fyrr en ætlað var.
Lesa meira

Ráðherra heimsótti RML

Sjávarútvegs-,landbúnaðar- og umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sótti Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heim síðastliðinn fimmtudag ásamt aðstoðarmanni sínum Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur.
Lesa meira