Ný ríkisstjórn hyggst stuðla að aukinni matvælaframleiðslu á Íslandi
22.05.2013
Ný ríkisstjórn verður kynnt síðar í dag en í morgun kynntu formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar flokka sinna. Í yfirlýsingunni er að finna sérstakan kafla um landbúnað:
\"Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Vaxandi eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir. Með það fyrir augum er brýnt að kanna með hvaða hætti er unnt að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins...
Lesa meira