Skráningarfrestur framlengdur
08.08.2013
Skráningarfrestur á síðsumarsýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19. og 23. ágúst hefur verið framlengdur til mánudagsins 12. ágúst. Að svo komnu máli er ekki reiknað með að sýningin hefjist fyrr en 19. ágúst en ef fjöldi verður meiri en búist er við hefst sýningin í lok næstu viku. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er skrá hross á kynbótasýningu. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is.
Lesa meira