Fréttir

Skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á síðsumarsýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19. og 23. ágúst hefur verið framlengdur til mánudagsins 12. ágúst. Að svo komnu máli er ekki reiknað með að sýningin hefjist fyrr en 19. ágúst en ef fjöldi verður meiri en búist er við hefst sýningin í lok næstu viku. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Sauðárkróki og Dalvík

Kynbótasýningar fara fram á Sauðárkróki og Dalvík í vikunni 19. til 23. ágúst næstkomandi. Sýningardagar verða ákveðnir nánar þegar þáttaka liggur fyrir. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com eða www.rml.is þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Ráðgjafarátak í heyefnagreiningum og fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr

Í framhaldi af samningi RML og BLGG í Hollandi um víðtæka efngreiningaþjónustu bjóðum við bændum að taka þátt í ,,ráðgjafarátaki “ sem getur nýst öllum bændum, en ekki síst kúabændum í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr samkvæmt NorFor-fóðurmatskerfinu. Fjölþættar og greinargóðar upplýsingar um heyfóðrið geta einnig nýst til markvissari áburðarnotkunar og áburðaráætlanagerðar.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Hvammstanga - breyting á staðsetningu

Ákveðið hefur verið að breyta staðsetningu síðsumarssýningar í Húnavatnssýslum frá því sem áður hafði verið auglýst. Í stað þess að sýningin verði á Hvammstanga verður hún að þessu sinni á Blönduósi dagana 14. til 16. ágúst næstkomandi. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Átaksverkefni í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts - síðasti skráningardagur - 1. ágúst

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts. Meginmarkmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðslu sem búgrein, bæði rekstrarlega og faglega til að auka framboð og gæði þess kjöts sem framleitt er, þ.e. auka fagmennsku í greininni. Þetta verður gert með því að skoða sérstaklega rekstrarforsendur kjötframleiðslu og benda á leiðir til úrbóta og enn fremur með því að byggja upp þekkingu og bæta ráðgjöf til handa nautakjötsframleiðendum.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Miðfossum

Kynbótasýning fer fram á Miðfossum í Borgarfirði dagana 13. til 16. ágúst næstkomandi. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu í vikunni 19. til 23. ágúst næstkomandi. Ef þátttaka verður mikil gæti hluti sýningarinnar orðið í vikunni 12. til 16. ágúst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Yfirlit miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram fimmtudaginn 25. júlí og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Röðun hrossa á miðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 22.-26. júlí

Röðun hrossa á miðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 22.-26. júlí:
Lesa meira