Miðsumarssýning færð á Gaddstaðaflatir
18.07.2013
Að öllum kostum virtum og að höfðu samráði við ýmsa aðila í hópi tamningamanna hefur undirritaður ákveðið að færa fyrirhugaða miðsumarssýningu frá Selfossi að Gaddstaðaflötum við Hellu. Mál standa þannig að brautin á Selfossi virðist þola miður þá úrkomutíð sem staðið hefur svo að segja sumarlangt og sér hvergi fyrir endann á. Brautin á Hellu er, sem stendur, líklegri til að þola það mikla álag sem fylgir jafn gleðilega stórri og viðamikilli kynbótasýningu.
Lesa meira