Fréttir

SS lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 5%

Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að félagið lækki verð á kjarnfóðri um allt að 5% frá og með deginum í dag, 9. apríl 2013.
Lesa meira

Grábotni 06-833 og Máni 09-849 hlutu verðlaun sæðingastöðvanna

Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda voru tveir kostahrútar sæmdir nafnbótinni „mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013“ og „besti lambafaðir sæðingastöðvanna á starfsárinu 2011-2012“. Sá hrútur sem hlýtur þann heiður að vera valinn mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013 er Grábotni 06-833 frá Vogum 2 í Mývatnssveit og er ræktandi hans Gunnar Rúnar Pétursson. Í umsögn ráðunauta segir um Grátbona: „Faðir Grábotna er Grímur 01-928 frá Staðarbakka en móðir hans heitir Grábotna og er hún í langfeðratali komin út af Hestshrútunum Áli 00-868 og Krák 87-920. Grábotni var seldur lambshaustið frá Vogum að Geiteyjarströnd í Mývatssveit. Þar vakti hann strax athygli sem magnaður lambafaðir. Eftir tveggja ára notkun höfðu afkvæmi Grábotna skilað honum einu besta BLUP-kynbótamati allra hrúta í landinu fyrir kjötgæðaeiginleika. Í framhaldi af þessum lofandi árangri var Grábotni falaður inn á sæðingastöðvarnar árið 2009.
Lesa meira

Erlendu lánin hagstæðari þegar upp er staðið

Þeir bændur sem tóku lán í erlendri mynt fyrir hrun standa betur í dag heldur en þeir sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum á sama tíma. Þetta segir Ólafur Þór Þórarinsson, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Búnaðarsambandi Suðurlands, í samtali við Morgunblaðið í dag. Þegar erlendu lánin hækkuðu gríðarmikið eftir hrun gátu bændur líkt og aðrir sem eru í rekstri gjaldfært hækkunina, eða gengismuninn. Hjá þeim betur stæðu komu gjöldin á móti hagnaði og hjá þeim verr stæðu voru búin rekin með tapi. Þessir bændur borguðu því minni eða engan tekjuskatt á þessum tíma. Þegar erlendu lánin voru síðan leiðrétt var leiðréttingin færð sem tekjur. Það veldur því að nú verða bændur sem eru réttu megin við strikið í rekstri sínum að borga tekjuskatt af leiðréttingunni.
Lesa meira

Óvissustigi vegna Heklu aflétt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli ákvað í gær að aflétta óvissustigi vegna Heklu í kjölfar þess að Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að breyta litakóða fyrir Heklu vegna flugumferðar úr gulu stigi yfir í grænt (eðlilegt ástand). Engir jarðskjálftar hafa mælst við Heklu síðan 23. mars, ekki hafa heldur mælst breytingar á gasi og hita við hátind Heklu.
Lesa meira

Verð á mjólk umfram greiðslumark hækkar

Stjórnir Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar hafa samþykkt hækkun á verði mjólkur umfram greiðslumark þannig að frá 1. apríl–30. júní 2013 verða greiddar 42 kr. á lítra sem svara til 2% af greiðslumarki hvers og eins og 36 kr. á lítra fyrir aðra umframmjólk.
Lesa meira

Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð

Fóðurblandan hefur tilkynnt um lækkun á verði kjarnfóðurs um allt að 5%, mismunandi eftir tegundum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu er ástæðan styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.
Lesa meira

Niðurstöður jarðræktarrannsókna 2012

Rit LbhÍ nr. 44, Jarðræktarrannsóknir 2012, er komið út á rafrænu formi. Í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktarrannsókna við Landbúnaðarháskóla Íslands auk yfirlits um tíðarfar á landinu á árinu 2012. Þá eru birtar helstu veðurtölur á tilraunastöðvunum Korpu og Möðruvöllum. Greinum í ritinu er raðað eftir efnisflokkum. Fyrirferðamestu tilraunirnar á árinu 2012 voru tegunda- og yrkjaprófanir í grasi og smára og byggtilraunir voru einnig umfangsmiklar, þar sem prófaður var kynbótaefniviður byggs auk þess sem yrki voru prófuð.
Lesa meira

Verð á greiðslumarki hækkar

Matvælastofnun hefur birt niðurstöður uppboðsmarkaðar með greiðslumark í mjólk þann 1. apríl 2013. Niðurstöðurnar eru þær að verð á greiðslumarki hefur hækkað um 15 kr/lítra frá því á síðasta markaði þann 1. nóvember 2012. Þetta er 4,9% hækkun á 6 mánuðum og á ársgrundvelli þá næstum því 10%. Alls bárust Matvælastofnun 68 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Þannig buðu 10 aðilar 711.781 lítra til sölu en 57 aðilar óskuðu eftir 2.624.697 lítrum til kaups.
Lesa meira

Afkvæmadómur nauta fæddra 2006

Afkvæmadómi nauta fæddra 2006 lauk í vetur og eru yfirlit, umsagnir og ýmsar tölulegar upplýsingar sem liggja til grundvallar nú komnar á vefinn hjá okkur. Nautaárgangurinn 2006 var fremur lítill árgangur en alls voru afkvæmarannsökuð 22 naut. Faðerni þessara nauta var nokkuð dreift þó tvö naut ættu þar flesta syni, Fontur 98027 sem átti 8 syni og Umbi 98036 sem átti 6 syni. Önnur naut sem áttu syni í þessum árgangi voru Stígur 97010 sem átti 3 syni, Glanni 98026 átti 2 og þeir Teinn 97001, Hersir 97033 og Þrasi 98052 áttu einn hver.
Lesa meira

Óvissustig vegna Heklu í gildi

Enn er í gildi óvissustig vegna Heklu. Engir atburðir hafa átt sér stað, sem benda til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verður áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verður staðan endurmetin í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Veðurstofan og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra standa vaktina yfir páskahátíðina og upplýsa almenning ef eitthvað nýtt kemur í ljós.
Lesa meira