Óvissustig vegna Heklu í gildi
27.03.2013
Enn er í gildi óvissustig vegna Heklu. Engir atburðir hafa átt sér stað, sem benda til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verður áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verður staðan endurmetin í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
Veðurstofan og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra standa vaktina yfir páskahátíðina og upplýsa almenning ef eitthvað nýtt kemur í ljós.
Lesa meira