Fréttir

Notendakönnun Huppu – ítarlegri niðurstöður

Um mitt sumar 2023 var könnun fyrir notendur Huppu sett í loftið. Niðurstöður hennar hafa nýst við forgangsröðun og stefnumótun fyrir áframhaldandi þróun á Huppu og undirbúningi nýrra verkefna eins og farið er yfir í nýju Bændablaðið. Eins og nefnt er í þeirri yfirferð birtum við hér á heimasíðunni heildarniðurstöður úr könnuninni fyrir þá sem hafa áhuga á að grúska í þær. Fjöldi þáttakenda var í heildina 162 kúabændur af 156 búum. Grunnspurningar s.s. varðandi framleiðslu, bústærð og staðsetningu voru skylduspurningar en þegar kom að spurningum sem snéru að notkun á kerfinu voru þær spurninar valfrjálsar.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Rangárbökkum - Hollaröðun

Yfirlit fyrstu vorsýningar á Rangárbökkum fer fram miðvikudaginn 28. maí og hefst stundvíslega kl. 09:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 2. til 6. júní

Skráningum er nú lokið á allar vorsýningar en síðasti skráningardagur var 23. maí. Alls eru 747 hross skráð á sýningarnar sem er mjög góð þátttaka. Röðun hrossa í kynbótadóm í næstu viku á Rangárbökkum og Hólum hefur verið birt hér á síðunni. Dæmt verður frá kl. 8:00 og ef allt gengur upp ætti dómum að vera að ljúka um kl. 19:30. Til að tímasetningar standist sem best biðjum við knapa og eigendur um að mæta tímanlega.
Lesa meira

Mælaborð í Jörð.is

Í nýjustu útgáfu af Jörð.is er búið að bæta við „mælaborði“ þar sem bændur geta fylgst með stöðu skráninga á sínu búi, bæði með tölulegum upplýsingum og með myndrænni framsetningu á korti. Einnig er komin ný frétta- og tilkynningasíða í mælaborðið þar sem meðal annars koma fram upplýsingar um skiladaga skýrsluhaldsins. Sem dæmi er núna hægt að skoða á korti á hvaða tún búið er að skrá áburðargjafir, kölkun, ræktun og uppskeru. Þá er hægt að sjá á litakvarða hversu langt er síðan túnin voru síðast endurræktuð og upplýsingar um uppsöfnun búfjáráburðar.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á vorsýningar er í dag 23. maí

Síðasti skráningarfrestur á allar vorsýningar rennur út á miðnætti í kvöld föstudaginn 23. maí. Skráning og greiðsla fer fram á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir burðar- og lambaskráningu

Nú er sauðburður vel á veg kominn víðast hvar um landið. Bændur eru margir farnir að prufa nýju burðar- og lambaskráninguna og almennt gengið vel. Aðeins hefur verið óskað eftir frekari leiðbeiningum varðandi skráningarnar og þá sérstaklega fyrir csv-innlesturinn. Því voru útbúnar meðfylgjandi leiðbeiningar þar sem nálgast má upplýsingar um burðar- og lambaskráningu, burðar- og lambayfirlit og csv-innlestur fyrir báðar þessar skráningar. Ef notendur lenda í vandræðum eru þeir hvattir til þess að hafa samband við starfsfólk RML.
Lesa meira

Nýtt litaskráningarkerfi tekið í notkun í WorldFeng

Nú í nokkur ár hafa litasérfræðingar á vegum WorldFengs unnið að því uppfæra litskráningarkerfið í WorldFeng. Kristín Halldórsdóttir formaður skrásetjaranefndar WF hefur leitt þetta starf en margir hafa lagt henni lið eins og t.d. Elsa Albertsdóttir, Freyja Imsland, Henriette Arriens og Monika Reissmann, svo nokkrir séu nefndir. Allir sem þekkja til íslenska hestsins vita að kynið er þekkt fyrir mikla litafjölbreytni og verður seint hægt að taka tillit til allra mögulegra lita og litasamsetninga.
Lesa meira

Uppfærsla á Worldfeng - lokað á skráningar á meðan

Hestamenn athugið að ekki verður hægt að skrá hross á kynbótasýningar á meðan á uppfærslu WorldFengs stendur. Uppfærslan hefst í kvöld, miðvikudagskvöld 21. maí kl. 22:00 og áætlað er að uppfærslu verið lokið snemma í fyrramálið, fimmtudagsmorgun 22. maí. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2025 - Framkvæmd reiðdómsins

Dómar á tölti og skeiði: Í dómskala kynbótahrossa hefur staðið að til að hljóta 9,0 eða hærra fyrir tölt að þá þurfi að sýna fram á að hesturinn sé sjálfberandi þegar honum er riðið í nokkrar sekúndur á slökum taumi. Það er nú búið að taka þetta út sem kröfu til hæstu einkunna og framvegis þarf ekki að sýna hestinn á slökum taumi til að fá 9,0 eða hærra fyrir tölt (einungis nefnt sem möguleiki til hækkunar). Hérna er textinn í dómskalanum er snýr að tölti eftir breytingu: Töltið er dæmt á öllum þeim hraðastigum sem hesturinn býr yfir, þ.e. á hægri ferð, milliferð og greiðri ferð. Til þess að hljóta einkunn upp á 9,0 eða hærra er gerð krafa um að sýnd sé hraðabreyting (þ.e. greinileg uppkeyrsla og/eða niðurhæging) og að hesturinn viðhaldi þar takti, jafnvægi og mýkt. Ef sýnt er fram á að hesturinn er sjálfberandi á slökum taumi getur það haft jákvæð áhrif á einkunnina.
Lesa meira

Worldfengur mun liggja niðri um tíma þann 21. til 22. maí

Keyrð verður umfangsmikil uppfærsla á WorldFeng að kvöldi miðvikudags 21. maí og má búast við að WorldFengur verði óvirkur til morguns fimmtudaginn 22. maí. Eftir það á vonandi allt eftir að virka vel. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira