Kúaskoðun: Niðurstöður og samræmingarfundur
01.02.2025
|
Á árinu 2024 voru skoðaðar 6.552 kýr á 295 búum víðs vegar um landið. Það gerir 22,2 kýr á bú að meðaltali. Helstu niðurstöður kúaskoðunar 2024 hafa verið birtar hérna á vefnum hjá okkur, sjá tengil neðar. Kúaskoðun þessa árs er hafin enda er þetta verkefni sem er stöðugt í gangi. Í síðustu viku hittust dómarar á Hvanneyri til þess að ráða ráðum sínum, samræma beitingu dómskalans og fara yfir ýmis atriði varðandi framkvæmd verkefnisins. Samræmingarfundurinn fór fram samhliða kennslu í kúadómum við Landbúnaðarháskólann. Verkleg kennsla og samræming kúadómara fór fram í fjósinu á Hvanneyri og við það tækifæri smellti Björn Ingi, fjósameistari, af meðfylgjandi mynd af þeim starfsmönnum RML sem koma að kúaskoðun á þessu ári.
Lesa meira