Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar apríl er á enda, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbilið þann 13. maí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 447 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.287,1 árskýr á búunum 447 var 6.494 kg. eða 6.515 kg. OLM
Lesa meira

Kynbótasýningar - til upprifjunar fyrir reiðdóminn

Nú eru vorsýningar fram undan og Landsmót í Reykjavík. Vorið er ávallt tilhlökkunarefni og mikil þátttaka er í þeim kynbótasýningum sem framundan eru sem er afar ánægjulegt. Hrossarækt og kynbótasýningar eru í eðli sínu samstarfsverkefni á milli ræktenda, sýnenda og starfsfólks kynbótasýninga þar sem ætlunin er að lýsa hverjum grip af kostgæfni og skapa verðmætar upplýsingar fyrir ræktunarstarfið. Ég ætla í nokkrum pistlum hér á síðunni að fara í gegnum atriði sem gott er að hafa í huga áður en sýningarnar byrja. Þessi verður um framkvæmd reiðdómsins.
Lesa meira

Drög að Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki komin í samráðsgátt

Matvælaráðherra hefur nú lagt fram drög að Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki. Hér er í raun um að ræða stefnuskjal sem undirritað verður af fulltrúum MAR, MAST og BÍ. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hefur farið fyrir starfshópi sem unnið hefur þessi drög. Auk hennar voru í hópnum Sigurbjörg Bergsdóttir og Auður Arnþórsdóttir sérgreinadýralæknar hjá MAST og þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML.
Lesa meira

RML leitar að þátttakendum í ómmælingum holdagripa

Ómmælingar á holdagripum eru komnar til Íslands. Í Bandaríkjunum og fjölda landa í Evrópu, þar á meðal Noregi, nota bændur sömu aðferð við ræktun holdagripa. Rannsóknir sýna að tiltölulega hátt arfgengi er á þykkt hryggvöðva og -fitu (
Lesa meira

Bógkreppa – tilkynningar um vansköpuð lömb

Þó ekki sé algengt að lömb fæðist vansköpuð þá gerist það af og til. Stundum er um að ræða tilfallandi vansköpun en einnig getur verið um erfðagalla að ræða. Minnt er á að æskilegt er að fá upplýsingar um öll vansköpuð lömb sem fæðast undan sæðingahrútunum, ef hugsast gæti að um erfðagalla sé að ræða. Sérstaklega er mikilvægt að fá upplýsingar um öll lömb sem sýna einkenni bógkreppu, hvort sem þau eru undan sæðingastöðvahrútum eða heimahrútum.
Lesa meira

Starf forritara

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir forritara sem gæti sinnt fjölbreyttum þróunar- og hugbúnaðarverkefnum í landbúnaði
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar mánudaginn 6. maí kl. 09:00. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2020-2022

Út er komin skýrsla hjá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2020-2022. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum 174-176 kúabúa af landinu öllu sem endurspeglar um 41-45% af heildarmjólkurinnleggi landsins, vaxandi eftir árum. Það hlutfall ásamt samanburði við gögn frá fyrri árum bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Málstofa um sjálfbærni í landbúnaði, náttúrvernd og umhverfismál

RML leitar eftir þátttakendum í málstofu þar sem fjallað verður um samspil landbúnaðar, umhverfismála og sjálfbærrar nýtingar náttúrauðlinda. Málstofan verður haldin í Ásgarði, aðalbyggingu Lbhí, í Ársal 3. hæð, á Hvanneyri þann 2. maí. Málstofan er liður í verkefni sem RML hefur umsjón með sem unnið er í samvinnu Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Verkefnið gengur undir nafninu „Samvinna í landbúnaði“ eða „Landsbrugssamarbedje“ og hefur hlotið styrk Norræna Atlantssamstarfinu – NORA. Markmið og megintilgangur þessa verkefnis er að skapa vettvang þar sem þessar þjóðir geta miðlað þekkingu og reynslu sín á milli í landbúnaðar- og umhverfismálum tengdum landbúnaði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuðina, nú við lok mars þegar sólin hefur hækkað verulega á lofti, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 450 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.407,0 árskúa á búunum 450 var 6.470 kg. eða 6.522 kg. OLM
Lesa meira