Fréttir

Jana 432 á Ölkeldu 2 er búin að mjólka yfir 100 þús. kg mjólkur

Afrekskýrin Jana 432 á Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi hefur nú bæst í hóp þeirra afreksgripa sem rofið hafa 100 tonna múrinn í æviafurðum. Nú um áramótin hafði hún mjólkað 100.449 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 12,0 kg dagsnyt þann 28. desember s.l. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur nærri mánaðamótum nóv./des.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekur við verkefnum tölvudeildar BÍ

Frá og með áramótum hefur starfsemi tölvudeildar Bændasamtaka Íslands verið færð yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Starfsmenn tölvudeildar verða því starfsmenn RML og hægt verður að ná sambandi við þá í gegnum síma RML, 516-5000. Nánari upplýsingar
Lesa meira

Jólakveðja

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins senda bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á aðfanga- og gamlársdag. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum á þorláksmessu eða milli jóla og nýárs, þ.e. föstudaginn 27. og mánudaginn 30. des. Opnum aftur á nýju ári fimmtudaginn 2. janúar 2020. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 519 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 105 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á þessum 519 búum var 6.301 kg eða 6.552 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2019

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir hafa nú verið greiddir út í þriðja sinn samkvæmt reglugerð sem tók gildi samhliða búvörusamningum árið 2017. Eins og flestir bændur vita þá var tekin upp sú breyting að greiða út styrki fyrir uppskorin tún (landgreiðslur) en ekki bara jarðræktarstyrki á ræktun hvers árs, eins og var fyrir árið 2017. Þá voru einnig teknar upp greiðslur vegna útiræktaðs grænmetis, sem var ekki áður. Jafnframt eru nú gerðar meiri kröfur til skráninga á jarðræktarskýrsluhaldi en áður.
Lesa meira

Veðrið - takmörkuð viðvera á starfsstöðvum RML

Starfsstöðvum RML hefur viða verið lokað vegna veðurs. Hægt er að koma skilaboðum til starfsmanna í gegnum netfangið rml@rml.is eða á bein netföng starfsmanna okkar sem finna má á heimasíðunni. Símsvörun er eins og áður í aðalnúmerið 5165000 að öllu óbreyttu til kl. 16.00 í dag.
Lesa meira