Fréttir

Ræktun gegn riðu – fræðslufundir – hlekkur á útsendingu

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröðinni „Ræktun gegn riðu“ var haldinn í gærkveldi í Þingborg í flóa. Fundurinn var fjölsóttur en rúmlega 100 gestir mættu í Þingborg og umræður líflegar. Í kvöld (31. okt) verður fundað á Hvanneyri, í Ársal og hefst fundurinn kl. 20:00. Þessum fundi verður streymt á netinu og má finna slóð á fundinn hér að neðan.
Lesa meira

Sláturupplýsingar vegna hrútaskrár

Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár – ÍE tekur á móti sýnum út nóvember

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum sauðfjár m.t.t. riðunæmis það sem af er ári en útlit er fyrri að vel yfir 20.000 gripir verði greindir á þessu ári. Bændur voru duglegir strax í vor að taka sýni en eftir vorið var búið að greina u.þ.b. 10.000 sýni, aðalega úr lömbum. Íslensk Erfðagreining (ÍE) hefur séð um greiningar í haust og frá 1. september hafa þegar verið greind þar rúmlega 10.000 sýni og gengið mjög vel.
Lesa meira

Ræktun gegn riðu - fræðslufundir

Mikið hefur áunnist á síðustu tveim árum sem tengist baráttunni við riðuveiki. Stóraukin þekking á þeim arfgerðum sem íslenska sauðkindin býr yfir m.t.t. næmi gegn riðu hefur skapað grundvöll fyrir breyttum baráttuaðferðum við sjúkdóminn. Framundan eru því breyttar áherslur í sauðfjárræktinni og má segja að verið sé að taka fyrstu skrefin í því að bylta sauðfjárstofninum m.t.t. riðumótstöðu.
Lesa meira

Hvernig komu stöðvahrútarnir út í haust?

Nú eru lambadómum að mestu lokið. Meirihluti dómanna ratar strax inn í Fjárvís en þó er eitthvað af dómum sem enn eru óskráðir. Bændur eru hvattir til að skrá alla dóma sem fyrst, en framundan er vinna við hrútaskrá og þá er mikilvægt að sem mest af upplýsingum um syni sæðingastöðvahrútanna liggi fyrir. Hér með er því biðlað til þeirra sem lúra á óskráðum dómum að koma þeim inn i Fjárvís, í síðasta lagi föstudaginn 27. október.
Lesa meira

Erfðaframför í íslenska hrossastofninum - Hvernig er dreifing einkunna á kynbótasýningum og í kynbótamati?

Ræktunarmarkmiðið íslenska hestsins er víðfeðmt og eiginleikarnir sem ræktendur leitast við að bæta eru fjölmargir. Til einföldunar má skipta þeim í tvo meginflokka. Annars vegar „séða eiginleika“, sem ráðast alfarið af erfðum stakra erfðavísa (dæmi: erfðir hrossalita og gangráðs) og eru ekki háðir neinum umhverfisáhrifum, og hins vegar „magneiginleika“ sem lúta áhrifum fjölmargra erfðavísa og umhverfisþátta.
Lesa meira

Kort með gagnlegum upplýsingum

Á tímum stafrænna upplýsinga þá er minna um útprentun gagna eins og túnkort. Núna þegar Jörð.is er orðin farsímavæn þá hefur notkun prentaðra túnkorta breyst. Mikilvægi túnkorta og þær upplýsingar sem þau geta gefið eru þó ekki minni. Útprentuð kort af ræktarlandi eru yfirleitt plöstuð og því handhæg til notkunar hvort sem það er við eldhúsborðið eða út í dráttarvél og því gott vinnuplagg við dagleg störf.
Lesa meira

Stjórn NorFor fundaði á Hvanneyri

Dagana 3.-5. október fundaði stjórn NorFor á starfsstöð RML á Hvanneyri. Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML situr í stjórn NorFor fyrir Íslands hönd en auk hans eru í stjórninni Fredrik von Unge frá Svíþjóð stjórnarformaður, Erik Selmer-Olsen frá Noregi og Ida Storm frá Danmörku. Framkvæmdastjóri er Tone Roalkvam. Fulltrúi Íslands úr starfsmannahópnum er Ditte Clausen.
Lesa meira

Niðurstöður kynbótamats hrossa haustið 2023

Nýr kynbótamatsútreikningur hefur verið settur inn í Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng, fyrir alls 492.564 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160 og skiptist eftir löndum þannig: Ísland 22.379, Svíþjóð 4.459, Þýskaland 3.721, Danmörk 2.819, Noregur 1.279, Austurríki 387, Finnland 294, Holland 319, Bandaríkin 228, Kanada 117, Sviss 110, Bretland 39 og Færeyjar 9. Alls var tekið tillit til 1.027 arfgerðargreindra hrossa í útreikningum fyrir gangráðinn.
Lesa meira

AGROSUS – verkefni um illgresiseyðingu í sátt við umhverfið

RML er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni um umhverfisvæna illgresiseyðingu, AGROSUS, sem hleypt var af stokkunum í júlí á þessu ári og mun standa yfir í 4 ár. Verkefnið er styrkt af Horizon Europe, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins og hefur það að markmiði að minnka notkun illgresiseyða og takmarka þar með umhverfisáhrif þeirra og áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Að verkefninu standa 16 samstarfsaðilar í 11 löndum, m.a. ráðgjafarstofur, háskólar og bændasamtök.
Lesa meira