Ný naut í notkun í byrjun júní
31.05.2025
|
Nú er að koma til notkunar sæði úr níu nautum og fór sæði úr þeim frá Nautastöðinni á Hesti í vikunni. Það ætti því að vera að berast í kúta margra frjótækna um þetta leyti. Ekki er gott að tímasetja það nákvæmlega en það fer eftir ferðum og hvenær fyllt er á kúta einstakra frjótækna. Á einhverjum svæðum kunna að líða um tvær vikur þar til sæðið berst.
Þessi naut eru öll fædd síðari hluta ársins 2023, allt miklir efnisgripir sem voru á sínum tíma valdir á grunni góðs erfðamats. Þetta eru ...
Lesa meira