Fréttir

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2019-20 er væntanleg úr prentun og verður dreift til bænda innan skamms. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna, nýju Angus-holdanautin auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar um verkefnið um erfðamengisúrval, afurðaúthald, afkvæmadóm nauta fæddra 2013, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum og fleira.
Lesa meira

Hrútaskrá 2019-2020 er nú aðgengileg á vefnum

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2019-20 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku.
Lesa meira

Starfsdagar RML dagana 13.-15. nóvember

Sameiginlegur vinnufundur starfsmanna RML stendur yfir dagana 13.-15. nóvember. Að þessu sinni er hann haldinn í Eyjafirði. Á vinnufundinn koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Þessa daga verður því erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var nálægt hádegi þ. 11. nóvember 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 531 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.560,7 árskúa á þessum 531 búi var 6.297 kg eða 6.546 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Upplýsingar um tíu naut úr 2018 árgangi

Nú eru upplýsingar um tíu naut úr 2018 árgangi komnar á nautaskra.net og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Gýmis 11007 og Skalla 11023 sem koma í notkun. Þetta eru eftirtalin naut; Gumi 18016 frá frá Hæli 1 í Eystrihrepp undan Dropa 10077 og Brúði 632 Lagardóttur 07047, Speni 18017 frá Hrafnagili í Eyjafirði undan Gými 11007 og Bunu 2173 Koladóttur 06003,
Lesa meira

Bilun í aðalsímanúmeri RML

Sem stendur er bilun í aðalsímnúmeri RML. Hægt er þó að hringja í bein númer starfsfólks. Við biðjumst velvirðingar á þessu og bendum fólki á að hafa samband í gegnum bein símanúmer sem sjá má á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í gegnum netspjallið hér á heimasíðunni.
Lesa meira