Fréttir

Stjórn NorFor fundaði á Hvanneyri

Dagana 3.-5. október fundaði stjórn NorFor á starfsstöð RML á Hvanneyri. Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML situr í stjórn NorFor fyrir Íslands hönd en auk hans eru í stjórninni Fredrik von Unge frá Svíþjóð stjórnarformaður, Erik Selmer-Olsen frá Noregi og Ida Storm frá Danmörku. Framkvæmdastjóri er Tone Roalkvam. Fulltrúi Íslands úr starfsmannahópnum er Ditte Clausen.
Lesa meira

Niðurstöður kynbótamats hrossa haustið 2023

Nýr kynbótamatsútreikningur hefur verið settur inn í Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng, fyrir alls 492.564 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160 og skiptist eftir löndum þannig: Ísland 22.379, Svíþjóð 4.459, Þýskaland 3.721, Danmörk 2.819, Noregur 1.279, Austurríki 387, Finnland 294, Holland 319, Bandaríkin 228, Kanada 117, Sviss 110, Bretland 39 og Færeyjar 9. Alls var tekið tillit til 1.027 arfgerðargreindra hrossa í útreikningum fyrir gangráðinn.
Lesa meira

AGROSUS – verkefni um illgresiseyðingu í sátt við umhverfið

RML er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni um umhverfisvæna illgresiseyðingu, AGROSUS, sem hleypt var af stokkunum í júlí á þessu ári og mun standa yfir í 4 ár. Verkefnið er styrkt af Horizon Europe, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins og hefur það að markmiði að minnka notkun illgresiseyða og takmarka þar með umhverfisáhrif þeirra og áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Að verkefninu standa 16 samstarfsaðilar í 11 löndum, m.a. ráðgjafarstofur, háskólar og bændasamtök.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir næstliðna 12 mánuði, þegar september er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram að hádegi þann 11. október. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 460 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.697,8 árskúa á búunum 460 reiknaðist 6.418 kg. eða 6.479 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á því 12 mánaða tímabili sem uppgjörið nær yfir. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,7.
Lesa meira

RML 10 ára - Afmæliskaffi á Búgarði

Í tilefni af 10 ára afmæli RML á árinu verður opið hús á starfsstöðinni okkar á Búgarði fimmtudaginn 12. október milli kl. 14 og 16. Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændur sérstaklega velkomna að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir!
Lesa meira

Sýningar kynbótahrossa – þjónustukönnun RML

Nú að afloknum kynbótasýningum ársins er mikilvægt að fara yfir hvernig til hefur tekist og hvað megi bæta í þjónustunni og eins að undirbúa umfjöllun haustsins sem væntanlega verður m.a. á vegum deildar félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.
Lesa meira

Auður Ingimundardóttir komin aftur til starfa - viðvera á starfsstöð RML á Blönduósi

Nú er Auður Ingimundardóttir komin aftur til starfa á starfsstöðinni á Blönduósi eftir fæðingarorlof. Í september og október er hún mikið úti við í haustverkum og viðvera á skrifstofunni því óregluleg. Hægt er að skilja eftir gögn til Auðar í póstkassa í anddyri hússins að Húnabraut 13. Þá er hægt að hafa samband við hana í síma 616-9130 eða á netfangið audur@rml.is Einnig er hægt að hafa samband í aðalnúmer RML 516-5000.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald 2023 – Síðasti rafræni skiladagur er 2. október

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 2. október. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar eða túnkortagerð þurfa að hafa samband við RML sem fyrst svo hægt verði að tryggja skil á réttum tíma. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð.
Lesa meira

Aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023

Nú er hafinn einn af háanna tímum sauðfjárræktarinnar. Á næstu vikum er verið að smala, vigta, slátra og ákveða ásetning næsta árs. Því viljum við rifja upp og minna á nokkur atriði. Aukakynbótamatskeyrslur í september og október: Það verða keyrðar tvær aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023. Gögn sem rata tímanlega inn í Fjárvís um sláturmat, fallþunga og lífþunga lamba 2023 ásamt mælingum á ómvöðva og ómfitu úr lambadómum verða notuð til að uppfæra kynbótamat gripa fyrir: Gerð, ómvöðva, fitu, ómfitu, fallþunga og lífþunga.
Lesa meira

Nýtt viðmót fyrir þungaskráningu í Fjárvís

Í notendakönnun Fjárvís síðastliðinn vetur kom það skýrt fram að skýrsluhaldarar lögðu mikla áherslu á að snjallvæða kerfið þannnig að einfaldara yrði að vinna í kerfinu t.d í gegnum farsíma. Heildaruppfærsla var gerð á forritunarmáli Fjárvís í vor og í sumar hefur verið unnið að ýmsum einföldunum og kerfisbreytingum sem einfalda áframhaldandi uppbyggingu kerfisins og snjallvæðingu þess.
Lesa meira