17.05.2024
|
Halla Eygló Sveinsdóttir
kráningar á vorsýningar ganga vel og eru nú þegar 7 af 12 sýningum fullar. Enn er þó nóg eftir af plássum og skráningarfrestur er til 24. maí. Á fyrstu sýninguna á Rangárbökkum, vikuna 27. til 31. maí eru 120 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Er það von okkar að með aðeins breyttu fyrirkomulagi takist okkur að halda tímasetningar betur en oft hefur verið. Til þess að það gangi þurfa allir að leggja sig fram, dómarar, eigendur, sýnendur og annað starfsfólk. Samstarf þessara aðila gengur lang oftast frábærlega og ber að þakka það.
Lesa meira