Fréttir

Yfirlitssýning á Fjórðungsmóti Austurlands

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Austurlands hefst klukkan 14:30 laugardaginn 13. júlí. Röð hrossa í yfirliti má sjá hér fyrir neðan. Verðlaunaveitingar fara svo fram að yfirlitinu loknu.
Lesa meira

Miðsumarssýning Gaddstaðaflötum 29. júlí - 1. ágúst Hollaröð

Röðun fyrir þriðju og síðustu viku miðsumarssýningar sem verður á Gaddstaðaflötum er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl. 08:00 mánudaginn 29. júlí og yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 1. ágúst. Alls eru 96 hross skráð á sýninguna þessa viku. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengil hér neðar eða tengil á forsíðunni Röðun hrossa. Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms svo að dómstörf gengi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum júní hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust eftir hádegið þ. 11. júlí 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 515 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 102 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.431,8 árskúa á fyrrnefndum 515 búum var 6.232
Lesa meira

Síðsumarssýningar - loka skráningadagur er 9. ágúst

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar þann 15. júlí næst komandi. Sýningarnar verða vikuna 19. til 23. ágúst á þremur stöðum, Selfossi, Akureyri og Borgarnesi, ef þátttaka verður næg. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks fjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 9. ágúst. RML áskilur sér fullan rétt til að fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal 22.-26.júlí - framlengdur skráningarfrestur

Skráningarfrestur á miðsumarssýninguna á Hólum hefur verið framlengdur til föstudagsins 12. júlí. Hægt er að skrá á sýninguna með því að smella á hnappinn á heimasíðunni okkar "Skrá á kynbótasýningu".
Lesa meira

Fjórðungsmót Austurlands á Fornustekkum 2019- Röð hrossa í dóm

Þá styttist í Fjórðungsmót Austurlands á Fornustekkum í Hornafirði. Til leiks eru skráð 33 kynbótahross. Dómar á kynbótahrossum mótsins fara fram á fimmtudeginum 11. júlí og hefjast klukkan 12:00 á hryssum í flokki 7 vetra og eldri.
Lesa meira

Röð hrossa á miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum 15.-19. júlí

Fyrsta miðsumarssýning ársins fer fram á Gaddstaðaflötum dagana 15.-19.júlí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 15.júlí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 19.júlí. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á fréttina og sjá tengil hér neðar. Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms svo að dómstörf gengi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira