Fyrsta íslenska kýrin sem nær 120 þús. kg mjólkur
16.10.2025
|
Fyrir rétt um viku síðan urðu þau tímamót að Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd mjólkaði sínu 120 þúsundasta kg mjólkur. Þetta er að sjálfsögðu Íslandsmet í æviafurðum sem Bleik hefur reyndar slegið daglega frá því að hún náði metinu fyrir tæpu ári síðan. Bleik hafði um síðustu mánaðamót mjólkað 119.905 kg mjólkur og var þá í 10,2 kg dagsnyt. Að sögn Péturs Friðrikssonar, bónda á Gautsstöðum, er Bleik enn í um 10 kg/dag þannig að líklega fór hún yfir 120 þús. kg þann 9. október s.l.
Lesa meira