Leiðbeiningar fyrir burðar- og lambaskráningu
23.05.2025
|
Nú er sauðburður vel á veg kominn víðast hvar um landið. Bændur eru margir farnir að prufa nýju burðar- og lambaskráninguna og almennt gengið vel. Aðeins hefur verið óskað eftir frekari leiðbeiningum varðandi skráningarnar og þá sérstaklega fyrir csv-innlesturinn. Því voru útbúnar meðfylgjandi leiðbeiningar þar sem nálgast má upplýsingar um burðar- og lambaskráningu, burðar- og lambayfirlit og csv-innlestur fyrir báðar þessar skráningar. Ef notendur lenda í vandræðum eru þeir hvattir til þess að hafa samband við starfsfólk RML.
Lesa meira