Gagnaöflun til kynbóta – Ómmælingar á holdablendingum
22.10.2025
|
Vorið 2024 hófust ómmælingar á holdagripum á Íslandi í verkefni sem RML stýrir með styrk úr þróunarfé nautgriparæktar. Markmiðið er að efla ræktunarstarf með nákvæmari upplýsingum um þykkt vöðva- og fitulags holdagripa og styðja við val á ásetningi með betri kjötgæðaeiginleika. Ómmælingar eru framkvæmdar með ómsjá sem gefur upplýsingar um bakvöðva og fitulag gripa. Aðferðin hefur verið notuð í nautgriparækt erlendis í áratugi og sýnt sig sem öflugt verkfæri í kynbótum. Á Íslandi hafa ómmælingar verið notaðar í sauðfjárrækt frá 1991, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru nýttar markvisst í holdanautgriparækt.
Lesa meira