Skráningar á miðsumarssýningar
18.06.2025
|
Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 23. júní kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira