Fréttir

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 23. júní kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Pantanir á DNA-sýnatökubúnaði

Eins og auglýst var fyrr í vor verður ekki opið fyrir pantanir á sýnatökubúnaði fyrir DNA-sýni í sauðfjárrækt frá 15. júní til 15. ágúst. Þeir bændur sem vilja taka fleiri sýni hjá sér fyrir 15. ágúst þurfa því að hafa hraðar hendur og ganga frá pöntunum nú yfir helgina, en lokað verður fyrir pantanir frá og með mánudeginum 16. júní. Opnað verður aftur fyrir pantanir föstudaginn 15. ágúst.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn maí

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuði, við lok maí, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar nokkuð var liðið á dag þann 11. júní. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 422 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 116 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.792,2 árskúa á búunum 422 var 6.555 kg. eða 6.804 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu.
Lesa meira

Elise Calesse komin til starfa hjá RML

Elise Calesse er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar verður á Hvanneyri.
Lesa meira

Spennandi nýjung í kynbótamati íslenskra hrossa: Nýting keppnisárangurs

Nú hefur nýtt kynbótamat verið vistað í WorldFeng en þar er keppnisárangur hrossa nýttur í fyrsta skipti í kynbótamati fyrir íslensk hross. Fram til þessa hefur kynbótamatið byggt eingöngu á kynbótadómum en framvegis mun það byggja bæði á þeim og keppnisárangri hrossa í völdum flokkum íþrótta- og gæðingakeppni. Hér fyrir neðan eru helstu punktar en nánari skýringar eru í textanum sem fylgir
Lesa meira

Röðun hrossa á yfirliti á Rangárbökkum 6. júní

Yfirlit annarrar vorsýningar á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 6. júní og hefst stundvíslega kl. 08:00.
Lesa meira

Birt hefur verið hollaröð fyrir Miðfossa

Hollaröð fyrir Miðfossa hefur verið birt á síðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum. Þar birtast allar upplýsingar um röðun hrossa á sýningar sumarsins.
Lesa meira

Kynbótasýningin færð frá Borgarnesi að Miðfossum

Ákveðið hefur verið að færa kynbótasýningu sem vera átti í í Borgarnesi, dagana 10. til 12. júní, að Miðfossum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Ef einhverjir kjósa að draga hross sín úr þessari sýningu er viðkomandi bent á að senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is. Dómar munu fara fram þriðjudaginn 10. júní og miðvikudaginn 11. júní, yfirlitssýning verður á fimmtudeginum 12. júní. Hollaröð fyrir þessa sýningu mun birtast í síðasta lagi miðvikudaginn 4. júní á heimasíðu RML.
Lesa meira

Glampi – grunur um bógkreppu

Síðustu tvö haust hafa hrútar sem farið hafa á sæðingastöð verið prófaðir fyrir bógkreppu með erfðaprófi sem verið hefur í þróun síðustu ár. Prófið er enn sem komið er framkvæmt í Nýja-Sjálandi og því hefur ekki verið raunhæft að prófa alla hrúta áður en þeir koma inn á sæðingastöð vegna þröngs tímaramma. Af þeim hrútum sem voru á sæðingastöðvunum síðasta vetur var búið að prófa fyrir fengitíma nánast alla hrúta sem voru að hefja sinn annan eða þriðja vetur á stöð og megnið af nýju hrútunum en þeir hrútar sem valdir voru á lokametrunum náðist ekki að greina fyrir fengitíma.
Lesa meira

Hólmsteinn með frjósemiserfðavísi

Í kjölfar þess að í ljós kom að Fannar 23-925 frá Svínafelli bæri þokugen, sem er erfðavísir sem veldur aukinni frjósemi, voru fleiri hrútar stöðvanna teknir til skoðunar. Hólmsteinn 24-955 frá Brattsholti, sonur Fannars 23-925 hefur nú verið greindur og kom í ljós að hann hefur erft þokugenið frá föður sínum og má því búast við að helmingur afkvæma Hólmsteins beri genið. Nokkrir eldri hrútar eru til skoðunar sem eru að skila dætrum sem búa yfir mikilli frjósemi. Komin er niðurstaða fyrir þá Anga 18-882 frá Borgarfelli, Blossa 16-837 frá Teigi, Gimstein 21-899 frá Þernunesi og Hornstein 22-901 frá Þernunesi en enginn þeirra ber þokugen samkvæmt nýlegum greiningum frá Matís.
Lesa meira