Fréttir

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur er 1. október

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 1. október. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar eða túnkortagerð þurfa að hafa samband við RML sem fyrst svo hægt verði að tryggja skil á réttum tíma. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð.is og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð. Mikilvægt er að fara neðst á síðuna þegar búið er að velja „skrá skýrslu“ og þar verður að velja „Vista skýrslu í Jörð og senda hana til ráðuneytis“.
Lesa meira

Kynbótamat hrossa haustið 2024

Nú er öllum kynbótasýningum ársins lokið, var því nýtt kynbótamat reiknað í gær og er búið að birta það í WorldFeng. Alls voru felldir 2.302 dómar í ár í níu löndum. Kynbótamatið byggir því nú á rúmlega 38.000 fullnaðardómum og styrkist grunnur matsins árlega með nýjum upplýsingum. Valparanaforritið verður einnig uppfært í vikunni. Það er afar magnað verkfæri sem ræktendur hafa til að hjálpa sér að velja stóðhesta á sínar hryssur.
Lesa meira

Vantar þig aðstoð við hönnunarráðgjöf tengda fjárfestingastuðningi í nautgripa- eða sauðfjárrækt?

Minnt er á að huga snemma að aðstoð með hönnunarráðgjöf og aðbúnaðarteikningar varðandi endurbyggingu/breytingum eða nýbyggingum tengda fjárfestingastuðningi. Til að tryggja að nægur tími verði til að sinna öllum þeim sem óska eftir aðstoð RML, er ráðlagt að hafa samband í tíma. Ýtarlega var farið yfir ferli aðstoðar í fréttatilkynningu frá því í ágúst 2023 og má finna í tengil hér neðar.
Lesa meira

Erfðagallar og grunsamlegir stöðvahrútar

Nokkrar ábendingar bárust um lömb í vor undan stöðvahrútum sem voru eitthvað óeðlileg í framfótum og vangaveltur um hvort hér væri bógkreppa á ferðinni. Ekkert kom þó fram sem telja má nægilega afgerandi sönnun, þannig að tilefni sé til að kasta grun á ákveðna hrúta. Gagnvart stöðvahrútunum var ekki að ræða um fleiri en eina tilkynningu tengda hverjum hrút, einkennin yfirleitt væg, ekki þekktar bógkreppuættir á móti og enginn af þessum hrútum lá þegar undir grun. Allar viðbótarupplýsingar geta því skipt máli.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Guðrún Eik Skúladóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á Búfjárræktar- og þjónustu sviði. Guðrún Eik er í 100% starfi. Aðalstarfsstöð hennar er á Sauðárkróki.
Lesa meira

Kyngreining á nautasæði á Íslandi

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Nautastöðvar Bændasamtakanna (NBÍ ehf.) og STgenetics Europe B.V í Hollandi, dótturfyrirtækis STgenetics í Texas í BNA, um kyngreiningu á íslensku nautasæði. Samkomulagið felur í sér að STgenetics mun kyngreina allt að 2.500 skammta úr íslenskum nautum. Jafnframt er ætlunin að kyngreina eitthvert magn holdasæðis. Framkvæmdin verður með þeim hætti að til landsins kemur rannsóknastofa á hjólum sem lagt verður við Nautastöðina meðan vinnslan fer fram. Með henni kemur þjálfað starfsfólk sem sér um kyngreininguna að öllu leyti. Með þessum hætti sparast fjármunir sem annars hefðu farið í kaup á tækjabúnaði og uppsetningu á rannsóknastofu.
Lesa meira

„Bliknar í mýri brokið“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 20. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Verð á vor- og haustbókum

Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir hækkuðu vorbækurnar í ár, úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk. Ástæðan er sú að með tilkomu riðufánana þarf nú að prenta bækurnar í lit sem er dýrari prentun en svarthvít prentun. Bækurnar eru prentaðar í prentsmiðju og verðlagðar þannig að þær standi undir kostnaði við prentun og umsýslu við útsendingu þeirra. Verð á haustbókum fer nú einnig úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk þar sem þær verða nú einnig prentaðar í lit. Við munum hins vegar í ár taka upp sérstakt verð fyrir stakar bækur sem prenta þarf utan venjulegs prenttíma, einfaldlega vegna þess að það er miklu dýrara að láta prenta eina bók í einu í stað margra. Þessar bækur munu héðan í frá kosta 5000 kr/án vsk. 
Lesa meira

Aukaskráningargluggi 15. ágúst / Síðsumarssýning á Rangárbökkum

Sökum fjölda áskorana hefur verið ákveðið að opna að nýju fyrir skráningar á síðustu kynbótasýningu ársins sem fram fer á Rangárbökkum í komandi viku. Opnað verður fyrir nýjar skráningar hrossa kl. 15:00 í dag (15. ágúst) og verður möguleikinn opinn til miðnættis, eða þar til 30 nýjar skráningar hafa borist. Upplegg næstu viku breytist því á þann veg að dæmt verður mánudag til miðvikudags (19.-21. ágúst) en síðasta IS-yfirlitssýning ársins fer fram fimmtudaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira