Fréttir

Fræðslufundur um áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau. Val áburðartegunda og magn þess sem borið er á þarf m.a. að taka mið af aldri ræktunar, frjósemi jarðvegs, notkun og innihaldi búfjáráburðar og væntingum um uppskerumagn og efnainnihald hennar. Ýmsir þættir geta haft áhrif á nýtingu næringarefna úr áburði s.s. vatnsbúskapur jarðvegs, sýrustig hans og fleira.
Lesa meira

Skýrsluhald - skráning folalda og fleira

Nú í upphafi árs er gott að huga að því hvort eitthvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Hér er bent á það helsta sem gott er að fara yfir í heimarétt WF: Er búið að gera grein fyrir fangskráningu? Skráning á fangi er forsenda þess að hægt sé að grunnskrá folöldin sem fæðast í vor. Er búið að merkja við þá fola sem voru geltir í sumar? Er búið að gera grein fyrir afdrifum hrossa? Er litaskráning í lagi? Er búið á setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd?
Lesa meira

Að loknum sæðingum - sæðingastyrkir og skráningar

Segja má að nú hafi verið að ljúka sögulegri sauðfjársæðingavertíð. Mjög stór skref voru nú tekin í innleiðingu verndandi arfgerða og aldrei hefur megin hluti hrútakostsins áður byggst á lambhrútum. Viðtökurnar voru frábærar en í desember 2022 voru sæddar u.þ.b. 18.700 ær, samkvæmt skráningum í Fjárvís en í ár gæti endanlega tala orðið um 30 þúsund, en nú hafa verið skráðar um 27.500 sæðingar.
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum RML

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar föstudaginn 22. desember. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum milli jóla og nýárs þ.e. 27.-29. desember en síminn er opinn samkvæmt venju 27. -29. desember og hægt að senda okkur tölvupóst á rml(hjá)rml.is Við opnum svo á nýju ári þriðjudaginn 2. janúar 2024.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn nóvember

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum nóvember, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis þann 11. desember. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 455 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.315,8 árskúa á búunum 455 reiknaðist 6.443 kg. eða 6.477 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á því 12 mánaða tímabili sem uppgjörið nær yfir. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,4.
Lesa meira

Riðuflögg uppfærð í Fjárvís

Í dag voru riðuflöggin uppfærð í Fjárvís í samræmi við það sem kynnt hefur verið í haust varðandi skilgreiningar á næmi allra 6 genasamsæta.  Með þessari uppfærslu koma einnig inn nýjir ferlar varðandi prófanir á gögnunum.  Enn er verið að vinna að því að uppfæra arfgerðarspárnar samkvæmt þessum nýju skilgreiningum þannig að ekki eru komin flögg á alla gripi sem geta fengið flögg út frá arfgerð foreldra en þeirri vinnu ætti að vera lokið fyrir jól.  Nánar er fjallað um þetta í næsta Bændablaði sem kemur út fimmtudaginn 14. desember.
Lesa meira

Gangmáladagatal 2024-25

Gangmáladagatal fyrir 2024-25 er á leiðinni til dreifingar með frjótæknum um land allt. Það er því um að gera að minna frjótækninn á hvort hann sé ekki með dagatal nú á næstu dögum. Gangmáladagtalið hefur sýnt sig vera eitthvert albesta hjálpartæki við beiðslisgreiningu og sæðingar sem völ er á og nákvæm og markviss notkun þess stuðlar að betri frjósemi en ella.
Lesa meira

Frá Bændasamtökum Íslands

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir lifun kálfa og gang burðar

Enn dregur til tíðinda í kynbótastarfinu í íslenskri nautgriparækt en kynbótamat fyrir „lifun kálfa“ og „gang burðar“ hefur nú verið birt í Huppu og á nautaskrá.is. Kynbótamatið er þróað af Agli Gautasyni, lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða mat fyrir þessa tvo fyrrnefnda eiginleika sem skiptist í nokkrar undireinkunnir en einnig birtast tvær samsettar einkunnir. Vonir standa til að kynbótamatið muni hjálpa okkur að berjast gegn allt of miklum kálfadauða í íslenska kúastofninum en í gagnaskrá kynbótamatsins eru 26% kálfa undan fyrsta kálfs kvígum skráðir dauðfæddir.
Lesa meira

RML 10 ára - Afmæliskaffi á starfsstöðinni á Höfðabakka 9 í Reykjavík

Miðvikudaginn 6. desember næstkomandi verður opið hús á milli kl. 14-16 á starfsstöðinni okkar að Höfðabakka 9 - fjórða hæð - í Reykjavík (Bogahúsið). Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændum í nágrenninu og breiðum hópi viðskiptavina okkar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu að koma við í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður uppá köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur, öll velkomin
Lesa meira