Fréttir

Fyrstu tölur úr tilraun með kyngreint sæði

Eins og kunnugt er var nautasæði kyngreint í fyrsta skipti á Íslandi í desember 2024. Þá var kyngreint sæði úr fimm nautum í tilraunaskyni þar sem hverri sæðistöku var skipt í annars vegar hefðbundið sæði og hins vegar kyngreint. Þetta sæði var notað um mest allt land án þess að frjótæknar eða bændur vissu um hvora tegundina var að ræða. Fyrsta sæðing fór fram 15. janúar s.l. og tilrauninni lauk þann 31. maí. Nú liggja fyrir allra fyrstu tölur um 56 daga ekki uppbeiðsli og eru þær birtar með fyrirvara þar sem uppgjöri er alls ekki lokið. Hins vegar styttist í að kyngreint sæði komi til notkunar og mikilvægt fyrir bændur að vita að hverju þeir ganga.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júlí

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú að loknum júlí, má nú sjá á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram yfir nón þann 13. ágúst. Hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í þessari frétt. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 438 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 114 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.322,3 árskúa á búunum 439 var 6.572 kg. eða 6.830 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Er jarðræktarskýrsluhaldið í Jörð.is skráð?

Þessa dagana eru töðugjöld haldin víða um land eftir gott heyskaparár. Þá er heldur ekki eftir neinu að bíða með að ganga frá skráningum á jarðræktarskýrsluhaldinu í Jörð.is. Þó svo að uppskeran sé ef til vill ekki öll komin í hús eða plast þá er skynsamlegt að ganga frá skráningum á ræktun, áburðargjöf og a.m.k. fyrsta slætti sem fyrst, þannig að létt verk verði að klára skráningar tímanlega fyrir umsóknarfrest jarðræktarstyrkja og landgreiðslur sem er 1. október.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Akureyri - hollaröðun

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Hlíðarholtsvelli, Akureyri dagana 20.-22. ágúst n.k. Hér má sjá hollaröðun
Lesa meira

Röðun hrossa á síðsumarssýningu á Rangárbökkum

Röðun hrossa á kynbótasýningunni á Rangárbökkum hefur verið birt. Alls eru 118 hross skráð. Dómar hefjast mánudaginn 18. ágúst kl. 8:00 en byrjað verður að mæla fyrstu hross kl. 7:50. Yfirlitssýning verður síðan á föstudeginum 22. ágúst.
Lesa meira

Upplýsingar varðandi síðsumarssýningar á Selfossi og Hellu

Aðeins voru 9 hross skráð á síðsumarssýninguna á Selfossi og fellur sú sýning því niður, haft verður samband við eigendur þeirra hrossa. Skráningarfrestur á sýninguna á Hellu verður framlengdur til miðnættis á föstudaginn 8. ágúst
Lesa meira

Yfirlitssýning 1. ágúst hollaröðun

Hollaröðun á yfirlit á Rangárbökkum við Hellu föstudaginn 1. ágúst er komin á heimasíðuna okkar. Sýningin hefst kl. 8.00
Lesa meira

Yfirlitssýningar 25.júlí

Hollaröðun fyrir yfirlitssýningar á Akureyri og Rangárbökkum við Helllu föstudaginn 25. júlí eru nú komnar á heimasíðuna okkar. Sýningin á Akureyri hefst kl. 9.00 og sýningin á Rangárbökkum við Hellu hefst kl. 8:00
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Því getur verið að erindi fái ekki afgreiðslu fyrr en að þeim loknum í byrjun ágúst. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Þrír slættir – aukin uppskera

Í ár voraði óvenju snemma með miklum hlýindum víða um land. Spretta hófst því fyrr en venjulega sem getur skapað mögulegt tækifæri til þriggja slátta á túnum í góðri rækt. Hafa þarf samt í huga þegar uppskera er mikil er meira af áburðarefnum fjarlægð úr jarðvegi með uppskerunni, huga þarf því vel að áburðargjöf í þessum aðstæðum og bæta upp það sem er tekið svo við söxum ekki of mikið á næringarforðann í jarðveginum.
Lesa meira