Glampi 24-943 – bógkreppa
05.10.2025
|
Líkt og tilkynnt var sl. vor, þá kom í ljós á liðnum vetri að hrúturinn Glampi 24-943 frá Hafrafellstungu bæri erfðavísi fyrir bógkreppu. Þetta var niðurstaða erfðaprófs en allir hrútar sem voru á sæðingastöð síðasta vetur voru skimaðir fyrir þessum galla en því miður bárust niðurstöður fyrir Glampa ekki fyrr en eftir fengitíð. Bændur eru hvattir til að taka sýni úr álitlegum ásetningsgripum undan Glampa og fá þau prófuð fyrir bógkreppu. Helmingslíkur eru á að hvert afkvæmi beri gallann. Í raun á það sama við varðandi afkvæmi Viðars 17-844 frá Bergsstöðum og eru bændur einnig hvattir til að taka sýni úr þeim.
Lesa meira