Fréttir

Breyting á kynbótavelli - Hólar 13.-15. ágúst

Tilkynning frá sýningarstjóra: Vegna aðstæðna á Hólum í Hjaltadal, munu kynbótadómar dagana 13.-15. ágúst fara fram á skeiðbrautinni í stað kynbótabrautar.
Lesa meira

Af niðurstöðum arfgerðargreininga – yfirlit yfir dreifingu lambhrúta með V og MV arfgerðir

Góður gangur hefur verið í greiningum sýna. Frá 1. apríl er búið að færa um 47.000 niðurstöður frá Íslenskri erfðagreiningu inn í skýrsluhaldsgrunninn Fjárvís. Um 10.000 sýni eru stödd í greiningarferlinu og niðurstöður úr þeim að vænta nú í ágúst. Algengar spurningar frá bændum þessa dagana eru varðandi sýni sem enn vantar niðurstöður á, þó búið sé að greina megnið af sýnum frá viðkomandi búi. Því er til að svara að ekki er búið að fara yfir „vandræðasýni“ sem ekki tókst að greina í fyrstu umferð. Von bráðar munu því koma niðurstöður á öll sýni og þá gerð grein fyrir því hvaða sýni voru ónýt.
Lesa meira

Nokkur orð um kúaskoðanir

Kúaskoðanir er eitt af þeim verkefnum sem RML sinnir við framkvæmd ræktunarstarfs í nautgriparækt. Dæmdir eru byggingareiginleikar hjá kúm á fyrsta mjaltarskeiði en skoðunin er forsenda fyrir því að hægt sé að reikna út kynbótamat fyrir þessa eiginleika. Tuttugu og þrír eiginleikar eru metnir skv. línulegum skala þar af tuttugu og einn af ráðunaut RML og tveir af bónda.
Lesa meira

Jarðræktarstyrkur í garðyrkju – Umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst.

Frestur til að sækja um jarðræktarstyrk í garðyrkju er til 15. ágúst, sem er fimmtudagur í næstu viku. Athugið hvort ræktunarspildur séu rétt skráðar í jörð.is og hafið samband við RML sem fyrst ef breyta þarf spildum eða skráningum.
Lesa meira

Röðun hrossa á síðsumarssýningum á Rangárbökkum og á Hólum

Röðun hrossa á kynbótasýningarnar á Rangárbökkum hefur verið birt. Alls eru 120 hross skráð á fyrri vikuna og 66 hross á þá seinni. Dómar hefjast mánudaginn 12. ágúst kl. 8:00 en byrjað verður að mæla fyrstu hross kl. 7:50. Yfirlitssýning verður síðan á föstudeginum 16. ágúst. Í seinni vikunni 19. til 21. ágúst verða dómar á mánudegi og þriðjudegi en yfirlitssýning á miðvikudeginum 21. ágúst.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 26. júlí

Yfirlitssýning á miðsumarssýningu á Rangarbökkum fer fram á morgun föstudaginn 26. júlí og hefst stundvíslega kl. 8:00. Það eru 77 hross sem mæta á yfirlitssýningu og sökum Íslandsmóts er röðun á flokkum hrossa aðeins óhefðbundin. Reynt var eftir bestu getu að raða í holl eftir óskum sem bárust og við biðjum knapa að sýna tillitssemi og vera tímanlega. Áætluð lok er um kl. 15:00.
Lesa meira

Líflambasala og arfgerðir – er búið að sækja um kaupaleyfi?

Nauðsynlegur liður í því að byggja upp þol í sauðfjárstofninum gegn riðuveiki er að koma sér upp ásetningshrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Margir bændur eru þegar komnir á fulla ferð í að innleiða verndandi arfgerðir sem sýnir sig m.a. í því að mjög góð þátttaka var í sæðingum síðastliðinn vetur og þá hafa bændur verið mjög duglegir við að taka sýni úr lömbum í vor en þegar hafa verði greind rúmlega 35 þúsund sýni og um 20 þúsund sýni eru í vinnslu.
Lesa meira

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar, fóðrunar og umhverfismála. Starfs- og ábyrgðarsvið: Þátttaka í ráðgjafateymum RML sem sinna jarðræktar-fóðrunar og umhverfismálum, vinna við almennar leiðbeiningar í jarðrækt og á útiræktuðu grænmeti, ráðgjöf í jarðvinnslu, áburðargjöf, val á yrkjum og þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML og önnur verkefni s.s. líkanagerð í excel og þróunarverkefni.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, þegar júní hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir hádegi þann 12. júlí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 448 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.484,3 árskúa á búunum 448 var 6.525 kg. eða 6.565 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 448 búum var 54,7.
Lesa meira

Eru öll DNA sýni farin í greiningu? Af stöðu greininga og prentun haustbóka

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum hjá Íslenskri erfðagreiningu í vor og sumar. Frá 1. apríl hafa bændur sent inn um 49.000 sýni úr kindum (aðalega lömbum) til að fá greiningu á arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Þegar liggja fyrir niðurstöður fyrir um 29.000 sýni og því um 20.000 sýni sem nú eru í vinnslu.
Lesa meira