Fréttir

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2024 er komin úr prentun og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um breytingar á kynbótamati fyrir efnainnihald mjólkur, um kynbóatmat fyrir lifun kálfa og gang burðar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur og Guðmund Jóhannesson hjá RML og um loftslagsáhrif og fóðurnýtingu kúa eftir þá Jón Hjalta Eiríksson og Jóhannes Kristjánsson hjá LbhÍ. Þá er einnig að finna í skránni grein um erfðastuðla júgur- og spenaeiginleika íslenska kúastofnsins eftir Önnu Guðrúnu Þórðardóttur hjá LbhÍ ásamt fleira efni.
Lesa meira

Fjórar ARR kindur finnast til viðbótar í Vífilsdal

Í dag komu niðurstöður úr rúmlega helming ærstofnsins í Vífilsdal, sem voru aðallega eldri hluti ánna. Fundust þar fjórar ær sem bera ARR. Þær eru allar talsvert skildar og því kominn fram ákveðin vísbending um líklegar ættlínur. Næsta skref verður að fá greiningu á restina af hjörðinni í Vífilsdal (þ.e.a.s. þeim gripum sem ekki er þegar hægt að spá fyrir um arfgerð) og skoða tengda gripi í öðrum hjörðum.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2024, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú þegar janúar er nýliðinn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 12. febrúar. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 446 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.986,4 árskúa á búunum 446 reiknaðist 6.482 kg. eða 6.485 kg. OLM
Lesa meira

Rekstur sauðfjárbúa 2020-2022

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2020-2022. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 193 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 27,3% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2022. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Af kynbótasýningum, molar frá árinu 2023

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins annast framkvæmd kynbótasýninga hrossa á Íslandi í umboði Bændasamtaka Íslands. Kynbótadómar eru fyrst og síðast stöðluð gagnasöfnun um eiginleika sem taldir eru verðmætir í ræktun hrossa. Eiginleikarnir eru ýmist metnir og stigaðir samkvæmt dómsskala og/eða mældir beinni mælingu. Dómskerfið og þau gögn sem aflað er hafa tekið hægum en öruggum breytingum og þróun á undangengnum áratugum, í takt við nýja þekkingu og breyttar áherslur.
Lesa meira

Ný uppspretta fundin af ARR genasamsætunni

Staðfest hefur verið að ARR genasamsætan, sem hefur verndandi áhrif gegn riðuveiki, hefur nú fundist í gripum sem óskildir eru Þerununesfénu. Á bænum Vífilsdal í Hörðudal í Dalasýslu, greindist ARR í hrútlambi í haust sem á ekki foreldra sem vitað var að bæru ARR. Í framhaldinu var greint sýni úr móðir hrútsins og reyndist hún bera ARR. Nú er búið að tvígreina bæði hrútinn og móður hans og því ljóst að fundin er ný ættarlína sem ber þennan verndandi breytileika. 
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2023

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2023 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar, www.rml.is. Hér í fyrri hluta þessarar fréttar verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni 2023 hafa einnig verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Síðari hluti greinarinnar er helgaður því uppgjöri.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur í Bændahópa er 15. janúar

RML bauð upp á bændahópa að finnskri fyrirmynd í fyrsta skiptið árið 2023 og nú er möguleiki að taka þátt í nýjum hópum 2024. Fjallað var um bændahópana í síðasta Bændablaði og m.a. reynslu bænda sem voru í fyrstu hópunum. Nú geta fleiri tekið þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi með öðrum bændum þar sem bændur miðla þekkingu sín á milli og ná árangri saman, með ráðunautum RML.
Lesa meira

Ný naut í ársbyrjun 2024

Í næstu viku koma til notkunar 5 ný naut og til tíðinda verður að teljast að hér er um að ræða fyrstu nautin sem valin voru á stöð á grunni arfgreiningar og erfðamats. Hér er því verið að stíga enn eitt skrefið í innleiðingu erfðamengisúrvalsins. Þessi naut eru; Flammi 22020 frá Króki í Biskupstungum undan Bikar 16008 og 573 Kláusardóttur 14031, Strókur 22023 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Herki 16069 og Brynju 884 Kláusardóttur 14031, Drungi 22024 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Mikka 15043 og 1065 Úranusdóttur 10081, Krummi 22025 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Bússa 19066 og 1169 Piparsdóttur 12007 og Þrymur 22027 frá Stóra-Ármóti í Flóa undan Tanna 15065 og Tröllu 1543 Búkkadóttur 17031. Hér er um að ræða geysiöflug naut sem standa í 112 og 113 í heildareinkunn.
Lesa meira