Fréttir

Póstlisti fyrir fréttir RML

Nú er hægt að skrá sig á póstlista hjá RML og fá sendan sjálfvirkan tölvupóst þegar ný frétt er birt á rml.is. Með skráningu á póstlistann er hægt að velja um að fá senda tilkynningu alltaf þegar ný frétt er birt, eða eingöngu þegar valdar fréttir eru birtar og þá tengdar því efni sem notandinn vill fylgjast með. Svo er auðvitað jafn auðvelt að skrá sig af póstlistanum eins og það er að skrá sig á hann. Í persónuverndarstefnu RML má sjá upplýsingar um það verklag sem fyrirtækið fylgir varðandi þær upplýsingar sem safnað er í gegnum starfsemina. 
Lesa meira

Ofurfrjósemi í dætrum Fannars og Kurdos

Í kjölfar fósturtalninga, sem nú eru í gangi víða á sauðfjárbúum, hafa komið fram allmargar ábendingar um mikla frjósemi í dætrum Fannars 23-925 frá Svínafelli. Því var ákveðið að láta arfgerðagreina sýni úr Fannari með tilliti til frjósemi. Niðurstaðan úr þeirri greiningu er sú að Fannar er sannarlega arfblendinn fyrir þokugeni. Nú er það svo að aðeins hluti hrútanna sem koma inn á stöð eru skoðaðir með tilliti til þoku og hefur það verið gert ef vísbending er um að nákomnir foreldrar beri genið. Í tilfelli Fannars er móðir hans ekki með afgerandi hátt frjósemismat en hinsvegar má rekja ættir hennar í þoku 50-900 frá Smyrlabjörgum í gegnum Hún 92-809 frá Hesti sem stendur á bakvið Fannar í sjöunda lið.
Lesa meira

Tangi 18024 besta nautið fætt 2018

Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2018, var veitt á búgreinafundi nautgripabænda í gær, fimmtudaginn 27. feb. 2025. Fyrir valinu varð Tangi 18024 frá Vestri-Reyni undir Akrafjalli. Ræktendur Tanga 18024 eru þau Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson og tóku þau við viðurkenningunni úr höndum Rafns Bergssonar, formanns nautgripabænda. Tangi 18024 er undan Lúðri 10067 og 410 Kambsdóttur 06022.
Lesa meira

Örmerkingar - munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Þess má geta að þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 4.093 folöld (lifandi). Alls hafa 3.376 af þeim þegar verið örmerkt. Skráð trippi fædd árið 2023 eru 5.728 (lifandi ), þannig trúlega eru ríflega 1.000 folöld enn þá óskráð. Vinsamlegast sendið pappíra varðandi skýrsluhald á skrifstofur RML á Selfossi eða Akureyri, þar sem skráning fer fram.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda 2021-2023

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2021-2023 en hún byggir á gögnum frá 37 nautgripabúum. Á árinu 2023 var nautakjötsframleiðslan á þessum búum samtals um 22% af framleiðslu nautakjöts á landvísu. Skýrslan lýsir mjög jákvæðri þróun í afkomu búanna á tímabilinu. Þegar upp er staðið ná afurðatekjur þó ekki að mæta framleiðslukostnaði að fullu. Eins og áður er áberandi hvað bændur eru að reikna sér lág laun miðað við vinnuframlag.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum janúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. febrúar. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á töflur þær sem tengill er í hér neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 113 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds sauðfjár 2024

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2024 er að mestu lokið þó leynist ófrágengnar „eftirlegukindur“ á nokkrum búum. Miðað við áskoranir og tíðarfar víða um land á síðasta ári eru niðurstöður ársins síst minni en undanfarin ár sem er vísbending um að bændur geta fengist við erfið verkefni þó enginn kjósi að fá þau í fangið. Niðurstöðurnar eru vissulega breytilegar eftir svæðum. Nánari grein verður gerð fyrir niðurstöðunum í næsta Bændablaði.
Lesa meira

Kúaskoðun: Niðurstöður og samræmingarfundur

Á árinu 2024 voru skoðaðar 6.552 kýr á 295 búum víðs vegar um landið. Það gerir 22,2 kýr á bú að meðaltali. Helstu niðurstöður kúaskoðunar 2024 hafa verið birtar hérna á vefnum hjá okkur, sjá tengil neðar. Kúaskoðun þessa árs er hafin enda er þetta verkefni sem er stöðugt í gangi. Í síðustu viku hittust dómarar á Hvanneyri til þess að ráða ráðum sínum, samræma beitingu dómskalans og fara yfir ýmis atriði varðandi framkvæmd verkefnisins. Samræmingarfundurinn fór fram samhliða kennslu í kúadómum við Landbúnaðarháskólann. Verkleg kennsla og samræming kúadómara fór fram í fjósinu á Hvanneyri og við það tækifæri smellti Björn Ingi, fjósameistari, af meðfylgjandi mynd af þeim starfsmönnum RML sem koma að kúaskoðun á þessu ári.
Lesa meira

Forskráning eldri sýnahylkja sem ekki hafa verið skráð á bú í Fjárvís

Í dag var lokað fyrir möguleikann „Forskrá eldri hylki“ í Fjárvís. Þeir sem eiga enn sýnahylki sem afgreidd voru á árunum 2022 og 2023 geta engu að síður notað þau, en nú þarf að forskrá þau sýni hjá RML. Alltaf á að senda útfyllt fylgiblöð með sýnum þar sem fram koma upplýsingar um númer sýna og númer gripa. Í þessu tilfelli er sérstaklega mikilvægt að ekki gleymist að láta þessar upplýsingar fylgja með svo hægt verði að forskrá sýnin á rétta gripi.
Lesa meira

Útflutningur hrossa árið 2024

Frá Íslandi fóru alls 1.318 hross á nýliðnu ári. Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFengur, geymir ýmsar nánari upplýsingar um hvað einkennir þennan hóp.
Lesa meira