Dómar á forystulömbum
30.09.2025
|
Á dögunum dæmdi Oddný Steina Valsdóttir tvílembinga af 100% forystukyni, einstaklega greindarleg og glæsileg systkini sem sýndu greinilega forystuhæfileika þegar þau voru rekin um með hópi lamba sem ekki voru af forystukyni. Þessi systkini eru frá bænum Ási 2 í Ásahrepp í eigu Ástríðar Magnúsdóttur og Hannesar Brynjars Sigurgeirssonar, undan sæðingarhrútunum 24-976 Völundi frá Gróustöðum og 21-105 Prinsessu frá Fossi. Samkvæmt þessum lömbum virðist Völundur ætla að sanna sig til kynbóta á íslenska forystufjárstofninum en í hrútaskránni er honum lýst sem úrvals forystugrip, rólegum og skynsömum, þrátt fyrir ungan aldur.
Lesa meira