Fréttir

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 14. júlí kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Prentun á vor- og haustbókum - verðbreyting

Talsverð hækkun hefur orðið á kostnaði við prentun á vor- og haustbókum og verð á þeim til bænda mun því hækka úr 3000 í 3500 kr. án/vsk.  Vor- og haustbækur eru prentaðar í prentsmiðju og verð á þeim er stillt þannig að það endurspegli raunkostnað við prentun og póstkostnað við sendingu út til bænda. 
Lesa meira

Framlengdur skráningafrestur á miðsumarsýningu á Rangárbökkum

Skráningafrestur á miðsumarsýningu á Rangárbökkum, dagana 28. júlí til 1. ágúst, hefur verið framlengdur til miðnættis miðvikudagsinn 9. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar.
Lesa meira

Framlengdur skráningafrestur á miðsumarssýningu á Akureyri

Skráningafrestur á miðsumarssýningu á Akureyri hefur verið framlengdur til miðnættis miðvikudagsinn 9. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar.
Lesa meira

Varðandi greiningar á þokugeni

Aðeins hefur borist af fyrirspurnum varðandi greiningar á þokugeni (frjósemiserfðavísi í kindum) og skal því rifjað upp hvernig fyrirkomulagið á þeim er núna. Í vor var boðið upp á tilboð á þessum greiningum þar sem hægt var að senda inn sýni til RML eða fá viðbótargreiningu á eldri sýni sem höfðu verið greind hjá Matís eða ÍE. En þessar þokugreiningar voru framkvæmdar hjá Matís. Þetta var tímabundið tilboð í vor.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Veðurmælingar og mygluspá fyrir kartöflubændur

Líkt og undanfarin ár þá starfrækir RML þrjár sjálfvirkar veðurstöðvar sem tengdar eru við mygluspárkerfi Euroblight í Danmörku. Stöðvarnar eru staðsettar í Þykkvabæ, Eyjafirði og Hornafirði nærri ræktunarsvæðum kartöflubænda. Með mygluspánni geta bændur fylgst með mygluhættu jafnóðum og þannig beitt markvissari og öruggari vörnum gegn kartöflumyglu.
Lesa meira

Sækja þarf um söluleyfi lamba fyrir 1. júlí

Þeir sem stefna að því að kaupa eða selja lömb í haust þurfa að hafa í huga að sækja þarf um leyfi hjá Matvælastofnun (MAST) fyrir tilsettan tíma. Frestur til að sækja um söluleyfi er til 1. júlí. Bændur á líflambasölusvæðum hafa fengið söluleyfin ótímabundið. Þeir sem eru með slík leyfi ættu að vera tilgreindir á lista yfir bú með söluleyfi á heimasíðu MAST. Á líflambasölusvæðunum eru það því aðeins þeir bændur sem ekki hafa haft slík leyfi hingað til eða misst þau sem þurfa að muna að sækja um leyfi.
Lesa meira

Hver er þín skoðun á vef RML?

Þessa dagana stendur yfir endurhönnun á vef RML. Markmiðið er að vefurinn verði eins notendavænn, skýr og þjónustumiðaður og kostur er á. Í þeirri vinnu er afar mikilvægt að fá upplýsingar um sjónarmið þeirra sem nota vefinn hvort svo sem notkun er mikil eða lítil. Til að afla þeirra upplýsinga hefur verið sett upp könnun sem vonandi sem allra flestir sjá sér fært að svara. Hægt verður að svara könnuninni til kl. 18:00 mánudaginn 30. júní. Það tekur um það bil 8-10 mínútur að svara könnunni ekki verður hægt að rekja svör til þátttakenda. Þín skoðun skiptir miklu máli!
Lesa meira

Kynbótahross á Fjórðungsmóti

Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi, dagana 2. – 6. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Kjós, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Skagafirði eða Eyjafirði eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Stöðulista má sjá á WorldFeng yfir þau hross sem hafa unnið sér þáttökurétt á mótinu og liggur sá listi endanlega fyrir þegar yfirlitssýningu lýkur á Hólum í dag, 23. júní. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 25. júní, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að láta vita í síma 866-2199 eða á tölvupósti: thorvaldur@rml.is
Lesa meira