Lambadóma þarf að skrá eigi síðar en 2. nóvember
28.10.2025
|
Nú er lambadómum almennt lokið. Næsta verkefni er vinnsla hrútaskrár og er sú vinna í fullum gangi. Áríðandi er að fá alla dóma skráða inn í Fjárvís þannig að gögnin nýtist við vinnslu hrútaskrár en jafnframt er það hagur bænda til að fá auknar upplýsingar um eigin kynbótagripi fyrir vinnslu á kynbótamati. Í hrútaskrá verður að vanda birt yfirlit yfir meðaltöl úr dómum. Þá eru ómmælinganiðurstöður nýttar fyrir kynbótamat fyrir bakvöðvaþykkt og fituþykkt og þessar niðurstöður hafa áhrif á kynbótamat fyrir gerð og fitu þar sem þetta eru nátengdir eiginleikar. Þá er æskilegt að sem mest af sláturgögnum sé staðfest í Fjárvís þannig að sem réttastar upplýsingar séu nýttar við keyrslu á kynbótamati fyrir gerð og fitu.
Lesa meira