Fréttir

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað var á skráningar á kynbótasýningar vorsins nú í morgun, þriðjudaginn 5. maí. Að þessu sinni fara skráningar fram í gegnum nýtt skráningarkerfi. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2020 – Skráningar og sýningargjöld

Á næstu dögum verður tekið í notkun nýtt skráningakerfi fyrir kynbótasýningar. Það verður auglýst rækilega á heimasíðu RML og facebooksíðu þegar opnað verður fyrir kerfið. Skráningakerfið verður aðgengilegt hér á heimasíðu RML og forsíðu World Fengs, www.worldfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hross er skráð á kynbótasýningu. Hægt verður að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inn á viðkomandi sýningu.
Lesa meira

Síðustu fyrirlestrarnir í netfyrirlestraröð LOGN verkefnisins og upptökur á netinu

Nú líður að lokum þessarar lotu í netfyrirlestrum á vegum LOGN. Verkefnið hefur gengið mjög vel og hafa margir nýtt sér þann möguleika að tengjast fyrirlestrum í rauntíma og taka þátt í umræðunni. Við viljum benda þeim á sem ekki hafa náð að fylgjast með að fyrirlestrarnir hafa verið teknir upp og er hluti af upptökum þegar komnir í birtingu.
Lesa meira

Skráningar á folöldum og fleira tengt skýrsluhaldi

Þrátt fyrir að ástandið í þjóðfélaginu sé fordæmalaust eins og við höfum heyrt ansi oft á síðustu vikum kemur vorið með fuglasöng og grænum grundum. Fyrstu folöldin fara að fæðast og því rétti tíminn til að rifja svolítið upp um skýrsluhaldið í hrossarækt. Í WorldFeng hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Það þýðir að frá og með þeim degi er ekki hægt að skrá það sem gerðist árið á undan.
Lesa meira

Kúamykja, innihald og nýting

Margir þættir hafa áhrif á áburðargildi kúamykjunnar sem bændur munu bera á túnin í vor og hvernig hún mun nýtast sem áburður fyrir grös. Þegar tilbúinn áburður er borinn á tún er vitað hve mikið er borið á af plöntunærandi efnum. Magnið er stillingaratriði og magn næringarefna er ákvarðað með vali á áburðartegund. Hvað varðar búfjáráburð er talsverð óvissa um þessa þætti. Til að vita innihald mykju af plöntunærandi efnum þarf að efnagreina hana og mæla þurrefnisinnihald hennar við dreifingu.
Lesa meira

LOGN netfyrirlestrar 22. apríl og 24. apríl - tenglar

Við minnum á tvo áhugaverða netfyrirlestra nú á næstu dögum en þeir eru hluti af fyrirlestraröð LOGN verkefnisins. Miðvikudaginn 22. apríl kl. 13:00 Vistgerðir á landi, í fjörum og ferskvatni og tillögur á náttúruminjaskrá og  föstudaginn 24. apríl kl. 13:00   Fuglar og dýralíf. Fyrirlestrarnir eru í gegnum samskiptaforritið Teams og er frekar auðvelt að tengjast í gegnum uppgefna tengla hér á síðunni. Allir velkomnir.
Lesa meira

Fjósloftið: Hjarðstýring á mjaltaþjónabúum

Næsti fundur á Fjósloftinu verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.00. Umræðuefnið að þessu sinni verður hjarðstýring á mjaltaþjónabúum og fyrirlesari er Jóna Þorunn Ragnarsdóttir. Allir velkomnir og að sjálfsögðu vonumst við til að hitta sem flesta á fjóslofti veraldarvefsins.
Lesa meira

Viðbrögð við kali í túnum

Nú er að ljúka vetri sem hefur verið veðrasamari og snjóameiri en vetur undanfarinna ára. Tún hafa sums staðar legið undir snjó og svelli í langan tíma og má búast við kali þar sem svell hafa verið lengst. Það á samt eftir að koma í ljós hve mikið og víða er kalið. Þegar líður að hausti, daginn styttir og hitastig lækkar fara plöntur að búa sig undir veturinn. Þær harðna og vetrarþol þeirra vex. Vetrarþolið vex fram eftir vetri, háð ytri aðstæðum og gróðri.
Lesa meira

LOGN netfyrirlestrar 20. – 24. apríl

Í næstu viku höldum við netfyrirlestraröð LOGN áfram. Þá verða fluttir þrír spennandi fyrirlestrar um náttúru svæðisins sem nær yfir Mýrar í Borgarbyggð og sunnanvert Snæfellsnes. Fjallað verður um efni sem nær yfir náttúruvernd og gildi náttúruverndar, aðferðir við friðlýsingar, gróður og vistgerðir og fugla- og dýralíf.
Lesa meira