Sauðfjárbóndinn - Fræðslufundaröð ætluð sauðfjárbændum
11.12.2025
|
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur ákveðið að standa fyrir fræðslufundaröð fyrir sauðfjárbændur sem hefur fengið nafnið Sauðfjárbóndinn. Áætlað er að fundirnir verði tíu talsins og dreifist á eitt ár. Fyrsti fundurinn verður haldinn síðari hluta janúar 2026. Þetta verða allt fjarfundir (Teamsfundir) nema einn fundanna sem verður verklegur þar sem farið verður yfir mat á lömbum að hausti.
Lesa meira