Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í ágúst hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var að morgni þ. 11. september 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 532 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.108,3 árskúa á fyrrnefndum 532 búum var 6.259 kg eða 6.510 kg OLM
Lesa meira

Skýrsla um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt

Skýrsla um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt hefur nú verið birt hér á vefnum en eins og nafnið bendir til fjallar hún um mat á hagrænu vægi eiginleika í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar. Skýrslan var unnin á vegum RML af þeim Jóni Hjalta Eiríkssyni og Kára Gautasyni. Um er að ræða umfangsmikið verk sem staðið hefur yfir í tvö ár. Þessi vinna er mikill fengur fyrir nautgriparæktina og í reynd nauðsynlegur grunnur að ákvarðanatöku um ræktunarmarkmið fyrir íslenska kúastofnsins.
Lesa meira