Fréttir

Nýja gripaleitin í Fjárvís komin í loftið

Rétt í þessu fór nýja gripaleitin aftur í loftið, eftir að hafa undirgengist ýmsar betrumbætur síðustu daga. Við vonum að fall sé fararheill og að allt virki núna eins og það á að gera. Dómaskráningin var einnig uppfærð svo nú ætti lífþungi að fylgja sjálfkrafa með í dómaskráninguna, og upplýsingar um gripinn sem valinn er að vera sýnilegri.
Lesa meira

Kyngreint sæði úr fleiri nautum komið í dreifingu

Hægt og bítandi fjölgar þeim nautum sem kyngreint sæði stendur til boða úr. Á flestum svæðum er hafin dreifing á kyngreindu sæði (X-sæði) úr Draupni 23040, Bigga 24004 og Kládíusi 24011. Á einhverjum svæðum hafa Brími 23025, Meistari 23038, Bolli 24002, Valens 24003 og Hálsi 24006 bæst í þann hóp. Þá er einnig komið X-sæði til dreifingar úr Angus-nautinu Mola 24402 á ákveðnum svæðum og Y-sæði úr Möskva 24404 stendur til boða á flestum svæðum.
Lesa meira

Ábendingar varðandi dómayfirlit í Fjárvís

Nokkuð hefur borið á því í haust að notendur Fjárvís hafi lent í basli með að opna dómayfirlitið í Excel. Hér eru örstuttar leiðbeiningar um það hvaða leið er hægt að fara.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið – Flögg í haustbók

Við viljum vekja athygli á því að í einhverjum tilfellum hafa flögg lamba ekki skilað sér inn í prentaðar haustbækur. Það er þó vert að taka fram að allar niðurstöður frá Íslenskri Erfðagreiningu sem og Fjárvísgreiningar sem byggja á upplýsingum beggja foreldra koma fram í bókinni, en einhver misbrestur er á að flögg sem eru eingöngu byggð á arfgerð annars foreldris skili sér.
Lesa meira

Gott framboð lambhrúta með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir

Riðuarfgerðargreiningar hafa gengið ákaflega vel í sumar hjá okkar samstarfsaðila, Íslenskri erfðagreiningu. Nú er nánast búið að greina öll sýni sem hafa borist í sumar og því að heita hreint borð í upphafi hausts. Framundan er næsta áhlaup en búast má við að talsvert komi inn af sýnum í haust þegar bændur fara að vinna í ásetningsvalinu. Frá því 1. maí hafa verið greind um 57.000 sýni. Miðað við niðurstöður sem liggja fyrir í Fjárvís má ljóst vera að býsna gott úrval er til af lambhrútum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.
Lesa meira

Gamla gripaleitin aftur í loftið

Fyrir 2 dögum síðan var sett í loftið ný gripaleit í Fjárvís. Fljótlega kom í ljós að nýja útgáfan virkaði ekki alveg nógu vel og ýmislegt sem vantaði í hana. Á meðan unnið er að því að laga og betrumbæta nýju gripaleitina hefur sú gamla verið sett í loftið á nýjan leik. Það verður þó aðeins tímabundið, eða að öllum líkindum fram í næstu viku. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.
Lesa meira

Ný gripaleit í Fjárvís.is

Í gær fór í loftið uppfærsla á Fjárvís.is en í þetta skiptið kemur meðal annars ný gripaleit til notkunar. Gamla gripaleitin var með mjög mikið af upplýsingum og orðin ansi hæg. Því var tekið til í henni og upplýsingum fækkað sem sóttar eru í hvert skipti, sem hraðar leitinni töluvert.
Lesa meira

Tilboð á þokugensgreiningum

Nú er aftur í boði tilboð á þokugensgreiningum hjá RML í samstarfi við Matís. Greining á þokusýni sem pantað verður nú í september og október mun kosta 5.600 kr. + vsk. (hefðbundið verð hjá Matís er 7.000 kr. + vsk). Hægt er að senda inn sýni til RML vegna þokugreininga. Einnig er hægt að vísa í sýni sem til eru í sýnasafni ef búið var að arfgerðargreina gripinn hjá Íslenskri erfðagreiningu fyrir 1. september 2025.
Lesa meira

Kyngreint nautasæði komið í notkun

Nú hafa orðið þau miklu tímamót að kyngreint sæði er komið til notkunar og í fyrstu stendur það til boða úr þremur nautum. Hins vegar munu fleiri naut bætast í þann hóp þegar kyngreiningu og gæðaprófun lýkur. Samhliða þessu hafa verið gerðar breytingar á þeim nautum sem eru í dreifingu. Til notkunar koma nú átta ný naut og sex fara úr dreifingu. Þau naut sem koma ný til notkunar eru Meistari 23038 frá Litla-Dunhaga í Hörgárdal undan Óðni 21002 og Maddý 855 Jörfadóttur 13011, Draupnir 23040 frá Fagurhlíð í Landbroti undan Marmara 20011 og Dimmalimm 625 Steradóttur 13057, Stjóri 23041 frá Dæli í Fnjóskadal undan Kvóta 19042 og 1009 Piparsdóttur 12007, Bolli 24002 frá Miðskógi í Miðdölum undan Keili 20031 og Rakel 872 Búkkadóttur 17031, Valens 24003 frá Lyngbrekku á Fellsströnd undan Banana 20017 og Skessu 340 Hálfmánadóttur 13022, Biggi 24004 frá Flatey í Hornafirði undan Skálda 19036 og Gyðu 3272 Gyrðisdóttur 17039, Hálsi 24006 frá Signýjarstöðum í Hálsasveit undan Kvóta 19042 og 922 Óberonsdóttur 17046 og Kládíus 24011 frá Ósabakka á Skeiðum undan Garpi 20044 og Lilju 984 Sjarmadóttur 12090.
Lesa meira

Dagatöl lambadóma

Nú hafa verið birt fyrstu drög að dagatölum lambadóma fyrir flest landsvæði. Þeir sem eiga eftir að panta eru hvattir til að gera það sem fyrst. Allar pantanir þurfa að fara í gegnum pöntunareyðublað á vef RML, einnig er hægt að hringja í síma 5165000 og fá aðstoð við að setja inn pöntun.
Lesa meira