02.09.2025
|
Guðmundur Jóhannesson
Nú hafa orðið þau miklu tímamót að kyngreint sæði er komið til notkunar og í fyrstu stendur það til boða úr þremur nautum. Hins vegar munu fleiri naut bætast í þann hóp þegar kyngreiningu og gæðaprófun lýkur. Samhliða þessu hafa verið gerðar breytingar á þeim nautum sem eru í dreifingu. Til notkunar koma nú átta ný naut og sex fara úr dreifingu. Þau naut sem koma ný til notkunar eru Meistari 23038 frá Litla-Dunhaga í Hörgárdal undan Óðni 21002 og Maddý 855 Jörfadóttur 13011, Draupnir 23040 frá Fagurhlíð í Landbroti undan Marmara 20011 og Dimmalimm 625 Steradóttur 13057, Stjóri 23041 frá Dæli í Fnjóskadal undan Kvóta 19042 og 1009 Piparsdóttur 12007, Bolli 24002 frá Miðskógi í Miðdölum undan Keili 20031 og Rakel 872 Búkkadóttur 17031, Valens 24003 frá Lyngbrekku á Fellsströnd undan Banana 20017 og Skessu 340 Hálfmánadóttur 13022, Biggi 24004 frá Flatey í Hornafirði undan Skálda 19036 og Gyðu 3272 Gyrðisdóttur 17039, Hálsi 24006 frá Signýjarstöðum í Hálsasveit undan Kvóta 19042 og 922 Óberonsdóttur 17046 og Kládíus 24011 frá Ósabakka á Skeiðum undan Garpi 20044 og Lilju 984 Sjarmadóttur 12090.
Lesa meira