Fréttir

Kynbótasýningar 2026

Birt hefur verið áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2026. Landsmót verður haldið í þriðja sinn að Hólum í Hjaltadal, það byrjar þann 5. júlí og endar laugardagskvöldið 11. júlí. Vorsýningar enda miðvikudaginn 24. júní og er reynt að teygja þær eins nálægt mótinu og hægt er. Að þeim loknum tekur við útreikningur á kynbótamati sem röðun afkvæmahesta á landsmóti grundvallast á og annar undirbúningur vegna sýninga kynbótahrossa á mótinu. Tilkynnt verður um fjölda kynbótahrossa á landsmóti og tilhögun valsins um leið og það liggur fyrir frá fagráði.
Lesa meira

Breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur

Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að gera breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur, þ.e. flögguðum gripum í Huppu. Breytingin er sú að lágmörk fyrir kýr (nautsmæður) verður nú 108 í heildareinkunn og fyrir efnilegar kvígur 110 í heildareinkunn. Þessi breyting er gerð með hliðsjón af fjölda þeirra gripa sem standast þessi lágmörk og er það vona fagráðs að þetta eefli enn frekar þann hóp nautkálfa sem boðnir eru Nautastöðinni til kaups og kynbóta á íslenska kúastofninum. Um leið eru bændur hvattir til þess að láta vita ef flaggaðar kýr og/eða kvígur eignast nautkálf undan sæðinganauti með það í huga að hann verði keyptur á Nautastöðina.
Lesa meira

Spaði og Harry ekki í boði

Tveir hrútar í hrútaskránni eru ekki í boði. Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Nýjasta útgáfa af FANG-appinu

FANG-appið, til að panta kúasæðingar og fangskoðanir, var uppfært fyrir rúmlega viku og er nýjasta útgáfa númer 1.0.99. Við hvetjum alla til að uppfæra appið sem fyrst en í þessari útgáfu eru nokkrar gagnlegar nýjungar. Fyrst skal telja að nú er hægt að velja sæðistegund í pöntunarferlinu, þ.e. venjulegt sæði, Spermvital-sæði, X-sæði og Y-sæði. Sé ekkert valið er álitið sem svo að óskað sé eftir að nota venjulegt sæði. Þeir bændur sem láta gera fyrir sig pörunaráætlanir þurfa ekki að velja sæðistegund en appið les það beint úr pörunaráætluninni ásamt tillögu að nautum.
Lesa meira

Styrkir til markvissari og loftslagsvænni áburðarnotkunar

Umhverfis,-  orku-  og loftslagsráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið hafa ákveðið að ráðstafa 80 milljónum í loftslags- og orkusjóð til fjárfestinga í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði. Ráðunautar RML veita ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna.
Lesa meira

Riðuarfgerðargreiningar – síðasti skiladagur 1. des!

Þeir sem hafa hug á að fá niðurstöður úr riðarfgerðargreiningum fyrir áramót þurfa að skila inn sýnum til RML fyrir 1. desember.
Lesa meira

Nú er tími haustskýrslna!

Síðasti skiladagur haustskýrslna er fimmtudaginn 20. nóvember. Á heimasíðu RML (www.rml.is) má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir búfjáreigendur sem vilja skila skýrslum sjálfir.
Lesa meira

Hrútafundir 2025

Á næstu tveim vikum halda búnaðarsamböndin í samstarfi við RML svokallaða hrútafundi. Þar verður kynntur hrútakostur sæðingastöðvanna, hrútaskránni dreift, ræktunarstarfið rætt og í sumum tilfellum nýta búnaðarsamböndin fundina til verðlaunaveitinga.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir hjá bændum 2025

Afkvæmarannsóknir hafa reynst skilvirkt hjálpartæki í ræktunarstarfinu á mörgum sauðfjárbúum á síðustu áratugum. Til þess að hvetja bændur til að bera saman lambhópa undan hrútum sínum hafa verið greiddir styrkir af fagfé sauðfjárræktarinnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi riðuarfgerðum leiðir til þess að notkun á veturgömlum hrútum hefur aukist og færri eldri hrútar í notkun. Jafnframt má búast við að sá þröskuldurinn sé orðinn hærri sem veturgamlir hrútar þurfa að komast yfir til að fá áframhaldandi notkun. Gildi afkvæmarannsókna hefur síst minnkað við innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða.
Lesa meira

Bógkreppa – erfðapróf

Þeir sem vilja fá framkvæmt erfðapróf fyrir bógkreppu nú fyrir fengitíma eru hvattir til að senda inn sýni sem fyrst, en nú er verið að safna í sýnakeyrslu á þeim sýnum sem greina þarf fyrir fengitíma. Stefnt er að því að sýni sem verða komin til RML í síðasta lagi 17. nóvember verði komin með niðurstöður eigi síðar en 4. desember, niðurstöður verða síðan lesnar inn í Fjárvís.
Lesa meira