Kynbótasýningar 2026
05.12.2025
|
Birt hefur verið áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2026. Landsmót verður haldið í þriðja sinn að Hólum í Hjaltadal, það byrjar þann 5. júlí og endar laugardagskvöldið 11. júlí. Vorsýningar enda miðvikudaginn 24. júní og er reynt að teygja þær eins nálægt mótinu og hægt er. Að þeim loknum tekur við útreikningur á kynbótamati sem röðun afkvæmahesta á landsmóti grundvallast á og annar undirbúningur vegna sýninga kynbótahrossa á mótinu. Tilkynnt verður um fjölda kynbótahrossa á landsmóti og tilhögun valsins um leið og það liggur fyrir frá fagráði.
Lesa meira