Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn október
11.11.2025
|
Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú þegar októbermánuður hefur runnið sitt skeið, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram undir hádegi þann 11. nóvember. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni.
Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 429 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Reiknuð meðalnyt 24.152,8 árskúa á búunum 429 var 6.610 kg. eða 6.862 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu, nóvember 2024 til október 2025. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 429 búum var 56,3.
Lesa meira