Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn október

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú þegar októbermánuður hefur runnið sitt skeið, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram undir hádegi þann 11. nóvember. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 429 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.152,8 árskúa á búunum 429 var 6.610 kg. eða 6.862 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu, nóvember 2024 til október 2025. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 429 búum var 56,3.
Lesa meira

Starfsdagar RML 5.-7. nóvember 2025

Sameiginlegur vinnufundur starfsfólks RML stendur yfir dagana 5.-7. nóvember. Á vinnufundinum kemur starfsfólk fyrirtækisins saman og vinnur að ýmsum verkefnum tengdu starfinu og þróun fyrirtækisins. Að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri. Þessa daga verður því ekki hægt að ná beinu sambandi við starfsfólk okkar og ekki er viðvera á starfsstöðvum.
Lesa meira

Lambadóma þarf að skrá eigi síðar en 2. nóvember

Nú er lambadómum almennt lokið. Næsta verkefni er vinnsla hrútaskrár og er sú vinna í fullum gangi. Áríðandi er að fá alla dóma skráða inn í Fjárvís þannig að gögnin nýtist við vinnslu hrútaskrár en jafnframt er það hagur bænda til að fá auknar upplýsingar um eigin kynbótagripi fyrir vinnslu á kynbótamati. Í hrútaskrá verður að vanda birt yfirlit yfir meðaltöl úr dómum. Þá eru ómmælinganiðurstöður nýttar fyrir kynbótamat fyrir bakvöðvaþykkt og fituþykkt og þessar niðurstöður hafa áhrif á kynbótamat fyrir gerð og fitu þar sem þetta eru nátengdir eiginleikar. Þá er æskilegt að sem mest af sláturgögnum sé staðfest í Fjárvís þannig að sem réttastar upplýsingar séu nýttar við keyrslu á kynbótamati fyrir gerð og fitu.
Lesa meira

Hrossaræktin 2025 - Ráðstefna

Lesa meira

Upptaka af fagfundi nautgriparæktarinnar

Fagfundur nautgriparæktarinnar 2025 var haldinn í gær, fimmtudaginn 23. október, á Hvanneyri. Fundurinn var prýðilega sóttur og all margir fylgdust einnig með beinu streymi á netinu. Fyrir þá sem ekki áttu heimangengt eða höfðu ekki tök á því að fylgjast með á netinu, þá hefur upptaka af fundinum verið sett á netið.
Lesa meira

Ársfundur RML

Lesa meira

Gagnaöflun til kynbóta – Ómmælingar á holdablendingum

Vorið 2024 hófust ómmælingar á holdagripum á Íslandi í verkefni sem RML stýrir með styrk úr þróunarfé nautgriparæktar. Markmiðið er að efla ræktunarstarf með nákvæmari upplýsingum um þykkt vöðva- og fitulags holdagripa og styðja við val á ásetningi með betri kjötgæðaeiginleika. Ómmælingar eru framkvæmdar með ómsjá sem gefur upplýsingar um bakvöðva og fitulag gripa. Aðferðin hefur verið notuð í nautgriparækt erlendis í áratugi og sýnt sig sem öflugt verkfæri í kynbótum. Á Íslandi hafa ómmælingar verið notaðar í sauðfjárrækt frá 1991, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru nýttar markvisst í holdanautgriparækt.
Lesa meira

Fagfundur nautgriparæktarinnar, fimmtudaginn 23. okt.

Við minnum á fagfundur nautgriparæktarinnar sem verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2025 í Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 13:00. Fundur er haldinn á vegum Fagráðs í nautgriparækt og er öllum opinn. Fundinum verður einnig streymt á netinu, sjá hlekk hér fyrir neðan dagskrá.
Lesa meira

Þokugreiningar – hægagangur á viðbótargreiningum úr DNA sýnasafni

Því miður hefur ekki gengið nógu vel nú í haust að nota DNA úr sýnasafni sem nú er vistað hjá Matís (sýni sem send voru í riðuarfgerðargreiningu hjá ÍE og send inn til greiningar fyrir 1. ágúst) til að greina þokugen. Því verður að sinni hætt að bjóða upp á það að bændur panti viðbótagreiningu á eldri DNA sýni, heldur sendi inn nýtt sýni ef óskað er eftir að fá þokugreiningu. Sýni vegna þokugreiningar má senda á sömu starfsstöðvar RML og taka á móti riðuarfgerðargreiningarsýnum, merkja þessi sýni vel og hafa sér í poka og láta fylgja upplýsingar um grip, bæ og greiðanda. Sýnin eru skráð í Fjárvís undir „forskráning á öðrum arfgðerðargreiningum“. 
Lesa meira

Fyrsta íslenska kýrin sem nær 120 þús. kg mjólkur

Fyrir rétt um viku síðan urðu þau tímamót að Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd mjólkaði sínu 120 þúsundasta kg mjólkur. Þetta er að sjálfsögðu Íslandsmet í æviafurðum sem Bleik hefur reyndar slegið daglega frá því að hún náði metinu fyrir tæpu ári síðan. Bleik hafði um síðustu mánaðamót mjólkað 119.905 kg mjólkur og var þá í 10,2 kg dagsnyt. Að sögn Péturs Friðrikssonar, bónda á Gautsstöðum, er Bleik enn í um 10 kg/dag þannig að líklega fór hún yfir 120 þús. kg þann 9. október s.l.
Lesa meira