Fréttir

Skil á skýrsluhaldi í Jörð.is

Smám saman bætist við í skiluðum jarðræktarskýrslum í Jörð.is. Núna hafa 184 bú skilað skýrslu með upplýsingum um ræktun, áburðargjöf og uppskeru fyrir 3701 spildu. Ef bændur þurfa aðstoð við útfyllingu jarðræktarskýrsluhaldsins t.d. þegar lagfæra þarf túnkort þá er mikilvægt að hafa samband við okkur hjá RML sem allra fyrst. Umsóknarfrestur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki rennur út 1. október.
Lesa meira

Gripaleitin í Fjárvís

Við höfum nú opnað að nýju fyrir gömlu gripaleitina í Fjárvís. Bæði gamla leitin og sú nýja eru því virkar. Notendur geta valið hvort þeir noti gömul eða nýju leitina. Við vonum að þetta mælist vel fyrir nú í hauststörfunum þegar mikið álag er á forritinu og sauðfjárbændur í miklum önnum.
Lesa meira

Skýrslur nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn ágúst

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú að ágústmánuði liðnum, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 11. september. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í þessari frétt. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 436 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.392,8 árskúa á búunum 436 var 6.578 kg. eða 6.832 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Flýtileið í gripaleit í Huppu

Vakin er athygli á að búið er að setja inn flýtileið fyrir gripaleit inn í Huppu. Undir Huppu merkinu efst vinstra megin er nú kominn lítill gluggi þar sem hægt er að slá inn 4 stafa gripanúmer eða nafn á grip og þannig hoppa beint inn í upplýsingar um viðkomandi grip í stað þess að þurfa að fara inn í gripalistann í valmyndinni, finna gripinn og smella á hann þar til að opna gripaupplýsingarnar.
Lesa meira

Nýja gripaleitin í Fjárvís komin í loftið

Rétt í þessu fór nýja gripaleitin aftur í loftið, eftir að hafa undirgengist ýmsar betrumbætur síðustu daga. Við vonum að fall sé fararheill og að allt virki núna eins og það á að gera. Dómaskráningin var einnig uppfærð svo nú ætti lífþungi að fylgja sjálfkrafa með í dómaskráninguna, og upplýsingar um gripinn sem valinn er að vera sýnilegri.
Lesa meira

Kyngreint sæði úr fleiri nautum komið í dreifingu

Hægt og bítandi fjölgar þeim nautum sem kyngreint sæði stendur til boða úr. Á flestum svæðum er hafin dreifing á kyngreindu sæði (X-sæði) úr Draupni 23040, Bigga 24004 og Kládíusi 24011. Á einhverjum svæðum hafa Brími 23025, Meistari 23038, Bolli 24002, Valens 24003 og Hálsi 24006 bæst í þann hóp. Þá er einnig komið X-sæði til dreifingar úr Angus-nautinu Mola 24402 á ákveðnum svæðum og Y-sæði úr Möskva 24404 stendur til boða á flestum svæðum.
Lesa meira

Ábendingar varðandi dómayfirlit í Fjárvís

Nokkuð hefur borið á því í haust að notendur Fjárvís hafi lent í basli með að opna dómayfirlitið í Excel. Hér eru örstuttar leiðbeiningar um það hvaða leið er hægt að fara.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið – Flögg í haustbók

Við viljum vekja athygli á því að í einhverjum tilfellum hafa flögg lamba ekki skilað sér inn í prentaðar haustbækur. Það er þó vert að taka fram að allar niðurstöður frá Íslenskri Erfðagreiningu sem og Fjárvísgreiningar sem byggja á upplýsingum beggja foreldra koma fram í bókinni, en einhver misbrestur er á að flögg sem eru eingöngu byggð á arfgerð annars foreldris skili sér.
Lesa meira

Gott framboð lambhrúta með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir

Riðuarfgerðargreiningar hafa gengið ákaflega vel í sumar hjá okkar samstarfsaðila, Íslenskri erfðagreiningu. Nú er nánast búið að greina öll sýni sem hafa borist í sumar og því að heita hreint borð í upphafi hausts. Framundan er næsta áhlaup en búast má við að talsvert komi inn af sýnum í haust þegar bændur fara að vinna í ásetningsvalinu. Frá því 1. maí hafa verið greind um 57.000 sýni. Miðað við niðurstöður sem liggja fyrir í Fjárvís má ljóst vera að býsna gott úrval er til af lambhrútum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.
Lesa meira

Gamla gripaleitin aftur í loftið

Fyrir 2 dögum síðan var sett í loftið ný gripaleit í Fjárvís. Fljótlega kom í ljós að nýja útgáfan virkaði ekki alveg nógu vel og ýmislegt sem vantaði í hana. Á meðan unnið er að því að laga og betrumbæta nýju gripaleitina hefur sú gamla verið sett í loftið á nýjan leik. Það verður þó aðeins tímabundið, eða að öllum líkindum fram í næstu viku. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.
Lesa meira