Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum RML
22.12.2025
|
Stjórn og starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða.
Skrifstofur RML og skiptiborð eru lokuð aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember.
Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum okkar á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs en síminn er opinn mánudaginn 29. desember kl. 9-12 og 13-16, og þriðjudaginn 30. desember kl. 9-12 og 13-16.
Á nýju ári opnum við aftur föstudaginn 2. janúar 2026.
Gleðileg jól
Lesa meira